Ótækt að skýrsla sé á ensku

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

Íslensk málnefnd sendi í dag bréf til Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra vegna skýrslu sem unnin var fyrir stjórnvöld og afhent á ensku. Telur málnefnd ótækt að stjórnvöld taki við skýrslu á ensku.

Íslensk málnefnd hefur sent frá sér tilkynningu vegna þessa og kemur þar fram að ótækt sé að stjórnvöld hafi tekið við skýrslu á ensku frá fyrirtækinu Reykjavík Economics sem unnin var meðal annars fyrir samráðshóp sem stjórnvöld áttu aðild að.

„Samkvæmt 8. grein laga nr. 61 frá 7. júní 2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls er íslenska mál Alþingis, dómstóla og stjórnvalda, jafnt ríkis sem sveitarfélaga. Störf Stjórnarráðsins skulu því fara fram á íslensku, þar með talin ritun skýrslna til notkunar innan stofnana þess. Stjórnarráðið samþykkti einnig málstefnu á degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2012 þar sem fram kemur í 2. kafla (2.1) að íslenska sé mál Stjórnarráðs Íslands. Ritun skýrslu þeirrar sem er til umfjöllunar samræmist engan veginn ákvæðum fyrrgreindra laga og málstefnu Stjórnarráðs Íslands,“ segir í bréfinu sem sent var til utanríkisráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert