Borgin mun halda málarekstri áfram

Neyðarbrautin svonefnda er beint að augum.
Neyðarbrautin svonefnda er beint að augum. mbl.is/Árni Sæberg

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gerði ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Reykjavíkurborgar gegn íslenska ríkinu vegna lokunar neyðarbrautarinnar svonefndu á Reykjavíkurflugvelli að umfjöllunarefni sínu í vikulegum pistli sínum. Segir hann þar málarekstur koma til með að halda áfram.

Héraðsdómur ákvað í gær að vísa málinu frá dómi en borgin krafðist þess að viðurkennt yrði með dómi að innanríkisráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, væri skylt að efna grein í samningi Reykjavíkurborgar og ríkis, sem dagsettur er 25. október 2013, með því að tilkynna um lokun neyðarbrautarinnar og endurskoða skipulagsreglur fyrir flugvöllinn.

Dómurinn taldi kröfugerð borgarinnar óljósa og var henni því vísað frá.

„Eins og lesa mátti í fréttum vísaði héraðsdómur frá máli borgarinnar vegna þriðju flugbrautarinnar í gær. Ástæðan var að orðalag kröfunnar þótti ekki nægjanlega skýrt, að mati dómara. Þetta þýðir að stefna þarf málinu inn aftur eða áfrýja þessari niðurstöðu til Hæstaréttar. Hvor leiðin sem valin verður þýðir seinkun á málflutningi um einhverjar vikur,“ ritar Dagur B. í pistli sínum og heldur áfram. „Vonandi ekki meira. Málareksturinn heldur áfram. Borgarlögmaður fer með hann og mun taka ákvörðun um næstu skref.“

Neyðarbrautarmáli vísað frá

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er Rögnunefndin skilaði skýrslu sinni.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er Rögnunefndin skilaði skýrslu sinni. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert