Geta hvorki greitt af lánum né húsaleigu

Umboðsmaður skuldara.
Umboðsmaður skuldara. Morgunblaðið/Eggert

Mörg dæmi eru um að umsækjendur hjá umboðsmanni skuldara, sem voru án vinnu þegar þeir sóttu um greiðsluaðlögun, geti ekki greitt af lánum þótt þeir hafi nú vinnu. Væntingar um auknar tekjur hafa brugðist, enda eru greidd laun litlu hærri en greiddar atvinnuleysisbætur.

Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi umboðsmanns skuldara, segir að umræddir einstaklingar hefðu þurft meiri eftirgjöf skulda en samið var um á sínum tíma.

Hún segir leigjendur nú í meirihluta þeirra sem sækja um aðstoð hjá embættinu. „Þetta er fólk sem er í erfiðleikum, vegna þess að þegar búið er að taka tillit til leigugreiðslna er lítið eftir til framfærslu og til að borga aðrar skuldir,“ segir Svanborg um stöðu þessa hóps.

Hlutfall leigjenda í hópi umsækjenda um aðstoð hjá embættinu fór í hittifyrra í fyrsta sinn fram úr umsækjendum sem búa í eigin eign.

Hlutföllin voru þá 45,5% og 31,4%. Síðan hefur dregið í sundur með hópunum og í fyrra voru leigjendur 50,8% umsækjenda en fólk í eigin fasteign 28,5% umsækjenda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert