Klakabrjótur gegn hálkunni

Klakabrjóturinn festur á dráttarvél. Stilla má hve hann þrýstir fast …
Klakabrjóturinn festur á dráttarvél. Stilla má hve hann þrýstir fast á svellið.

Von er á sérstökum klakabrjóti til þess að vinna á svellbunkum á götum höfuðborgarinnar.

Um er að ræða tæki sem gefið hefur góða raun í Finnlandi, að sögn Þorgríms Hallgrímssonar, rekstrarstjóra hjá Reykjavíkurborg. Hann hefur umsjón með snjóhreinsun og hálkuvörnum hjá borginni.

Undanfarna daga hafa 20-30 tæki verið notuð dag hvern til snjóhreinsunar og hálkuvarna í Reykjavík. Þungum vegheflum með klakaskera hefur verið beitt til þess að rífa klaka af götunum. Þeim tækjum er ekki hægt að beita á göngustígum og gangstéttum. Litlir traktorar með ruðningstennur og sanddreifara ryðja þær leiðir og hálkuverja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert