Segir Bjarna skorta samþykki Alþingis

Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Styrmir Kári

„Vonandi verður skemmtilegt fyrir Bjarna að ferðast til Kína,“ segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hann vísar til fyrirhugaðrar ferðar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til Kína þar sem hann mun sækja stofnfund Innviðafjárfestingabanka Asíu. Frosti segir hins vegar að Ísland geti ekki gerst stofnaðili að bankanum án samþykkis Alþingis.

„Það er hins vegar alveg óvíst hvort hann á þangað nokkur erindi því Alþingi hefur ekki staðfest samþykktir bankans og án þess verðum við ekki aðilar. Samþykktir bankans krefjast nefnilega undanþágu bankans og starfsmanna hans frá sköttum, undanþágu frá fjármálaeftirliti og í raun verður þessi banki hafinn yfir lög og reglur Íslands. Slík fríðindi getur enginn samþykkt án heimildar Alþingis,“ segir hann og bætir við að Íslendingar hafi ekki hag af aðildinni.

„Hvað fær Ísland svo úr úr því að setja 2,3 milljarða í þennan banka sem mun starfa alfarið í Asíu? Aðeins 0,028% hlut í bankanum og auðvitað engin áhrif, engan stjórnarmann. Hlutabréfin má svo ekki selja neinum nema bankanum sjálfum. Það er mjög ólíklegt að þessi fjárfesting skili íslenskum skattgreiðendum nokkru verði hún að veruleika.“

Fréttir mbl.is:

Bjarni fer til Kína

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert