Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa kynnt tillögur að nýju deiliskipulagi svonefnds Vigdísarlundar í Fossvogi í borginni. Gert er ráð fyrir 15 íbúðum fyrir almenning og 8 íbúðum fyrir fatlaða á þessum gróna reit.
Svæðið afmarkast af Fossvogsvegi í norðri, Árlandi í suðri, göngustíg á móts við Kjalarveg og Ræktunarstöð Reykjavíkur í vestri og lóðamörkum aðliggjandi byggðar við Ánaland í austri, það er sunnan við Landspítalann í Fossvogi.
Fasteignaverð er hátt á þessu svæði og má gera ráð fyrir að sala lóða muni skila borginni hátt í 200 milljónum króna. Í umsögn skipulagsyfirvalda segir að nokkur trjágróður sé á reitnum en annars sé svæðið í órækt og nýtist að takmörkuðu leyti til útivistar. Svæðið heitir eftir Vigdísi Finnbogadóttur, fv. forseta Íslands.