Hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hjá Landslögum, telur að tryggingafélög á Íslandi hegði sér eins og hrein fjármálafyrirtæki.
Hann segir þau hafi misst tengingu við þann hugsunarhátt að tryggingafélög séu þjónustufyrirtæki sem taki við iðgjöldum og greiði þau aftur út, hugsað fyrir fólk sem tekur sig saman um verja hvað annað gegn afleiðingum óvæntra áfalla.
„Ég finn mun á viðmóti starfsfólksins og þeim fyrirmælum sem það fær frá stjórnendum,“ segir Vilhjálmur í umfjöllun um mál þessi í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.