Segir yfirlýsinguna illa hugsaða

Kári Stefánsson.
Kári Stefánsson. Styrmir Kári

„Ég sagði ekki að Hag­ar hefðu samið þetta frum­varp. Ég sagði að ég hafi rek­ist á þing­mann Sjálf­stæðis­flokks­ins í Kringl­unni í gær og að hann hafi komið með þá kenn­ingu að frum­varpið hafi verið samið af Hög­um,“ seg­ir Kári Stef­áns­son vegna yf­ir­lýs­ing­ar Finns Árna­son­ar um um­mæli hans í þætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un.

„Ég sagði í þætt­in­um að mér fynd­ist það ólík­legt og að ég tæki alls ekki und­ir þessa kenn­ingu enda hef ég eng­ar for­send­ur til að hafa slíka skoðun,“ bæt­ir Kári við.

Sjá frétt mbl.is: Sömdu Hag­ar frum­varpið?

Aðspurður hvort hon­um finn­ist frá­sögn hans af kenn­ingu þing­manns­ins ósann­gjörn eða ósönn seg­ir Kári:

„Ég sagði ein­fald­lega við Vil­hjálm þar sem satt er, að koll­egi hans hafi sagt mér að þetta væri skrifað af Hög­um. Ég sagði við þenn­an ágæta pilt að mér fynd­ist það ólík­legt enda kom fram í máli Vil­hjálms á eft­ir að þetta væri ein af þeim rök­semd­um sem eru notaðar gegn frum­varp­inu og mik­il­vægt að taka þá rök­semd af borðinu því hún á ekki við.“

Sjá frétt mbl.is: Um­mæli Kára „ómak­leg og ósönn“

„Þannig að það sem Finn­ur er að mót­mæla sagði ég aldrei. Sam­kvæmt minni skoðun þá er þetta held­ur illa hugsuð yf­ir­lýs­ing hjá hon­um. Það er aldrei óskyn­sam­legt að vita svo­lítið hvað maður er að tala um, jafn­vel þó maður reki stóra versl­un.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert