Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri, segir að í hverjum þeirra sjö grunnskóla sem starfræktir eru á Akueyri séu tvö til fimm börn sem reglulega mæta ekki í skóla og dvelja heimavið. Ástæður sem foreldrar gefa eru margvíslegar, meðal annars kvíði barnanna.
Hún segir að þessi þróun sé alvarleg og taka verði á slíkum málum innan grunnskólanna. Engar rannsóknir bendi til þess að barn nái að takast á við vandann með því að dvelja heima.
Soffía skrifar færslu á facebooksíðu sína þar sem hún veltir því fyrir sér hvort beita eigi foreldra dagsektum vegna fjarveru barna frá skólanum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.