Fjórðungur grunnskólabarna finnur fyrir streitu

Samkvæmt niðurstöðum Skólapúlsins segist tæpur fjórðungur grunnskólabarna í 6.-10. bekk …
Samkvæmt niðurstöðum Skólapúlsins segist tæpur fjórðungur grunnskólabarna í 6.-10. bekk upplifa stress oft eða mjög oft. mbl.is/Golli

Sam­kvæmt Skóla­púls­in­um, sem er könn­un þar sem spurt er um virkni og líðan grunn­skóla­nem­enda, upp­lif­ir um fjórðung­ur þeirra streitu oft eða mjög oft.

Að sögn Berg­lind­ar Brynj­ólfs­dótt­ur, sál­fræðings á Barna- og ung­linga­geðdeild Land­spít­al­ans, get­ur margt valdið streitu hjá börn­um, t.d. of lít­ill svefn, mik­il tölvu­notk­un og mikl­ar kröf­ur til þeirra.

Hún seg­ir nokkuð um að nem­end­ur í 10. bekk upp­lifi streitu vegna þess að þau ótt­ist að kom­ast ekki inn í vin­sæl­ustu fram­halds­skól­ana og stand­ast þannig ekki vænt­ing­ar sjálfra sín og annarra, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka