Línurnar hafa skýrst í stjórnarskrárnefnd

Páll Þórhallsson, sem sést hér fyrir miðju, er formaður stjórnarskrárnefndar.
Páll Þórhallsson, sem sést hér fyrir miðju, er formaður stjórnarskrárnefndar. mbl.is/Kristinn

Stjórnarskrárnefnd tókst ekki að ljúka störfum áður en þing kemur saman.

Yfirlýst markmið nefndarinnar var að afhenda Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, tillögur nefndarinnar áður en Alþingi kemur saman á nýjan leik í dag, 19. janúar.

Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins, formaður stjórnarskrárnefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að næsti fundur nefndarinnar yrði líklega öðrum hvorum megin næstu helgar. „Við funduðum tvisvar sinnum í síðustu viku og línur hafa skýrst,“ sagði Páll, „en það er ekki búið að útkljá öll ágreiningsmál.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert