Bláa lónið óðum að fyllast

Þessi mynd af Bláa lóninu var tekin í hádeginu í …
Þessi mynd af Bláa lóninu var tekin í hádeginu í dag. Mynd/Oddgeir Karlsson

Framkvæmdir við endurhönnun og stækkun Bláa Lónsins sem staðið hafa yfir undanfarnar tvær vikur hafa gengið vel.  Í gærkvöldi var jarðsjó hleypt á lónssvæðið og er lónið óðum að fyllast.

Framkvæmdirnar við Bláa lónið hafa gengið vel.
Framkvæmdirnar við Bláa lónið hafa gengið vel. Mynd/Oddgeir Karlsson

Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins segir að verkefnið, sem er tæknilega flókið, hafi gengið vonum framar.

Mynd/Oddgeir Karlsson

„Það sem stendur upp úr er samvinna starfsfólks Bláa Lónsins og verktaka sem saman hafa unnið verkfræðilegt afrek. Þá hafa veðurguðirnir verið okkur hliðhollir.  Í gær þegar við byrjuðum að hleypa jarðsjó í lónið blasti falleg sýn við okkur þar sem  regnbogi var yfir svæðinu og  túlkuðu nokkrir þeirra sem voru á vettvangi að það væri til marks um að álfarnir í hrauninu væru sáttir við framkvæmdina,“ segir Dagný.

Bláa Lónið opnar aftur fyrir gesti næstkomandi föstudag, eins og stefnt var að.

Frétt mbl.is: Tómlegt í Bláa lóninu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert