Bláa lónið óðum að fyllast

Þessi mynd af Bláa lóninu var tekin í hádeginu í …
Þessi mynd af Bláa lóninu var tekin í hádeginu í dag. Mynd/Oddgeir Karlsson

Fram­kvæmd­ir við end­ur­hönn­un og stækk­un Bláa Lóns­ins sem staðið hafa yfir und­an­farn­ar tvær vik­ur hafa gengið vel.  Í gær­kvöldi var jarðsjó hleypt á lóns­svæðið og er lónið óðum að fyll­ast.

Framkvæmdirnar við Bláa lónið hafa gengið vel.
Fram­kvæmd­irn­ar við Bláa lónið hafa gengið vel. Mynd/​Odd­geir Karls­son

Dagný Hrönn Pét­urs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Bláa Lóns­ins seg­ir að verk­efnið, sem er tækni­lega flókið, hafi gengið von­um fram­ar.

Mynd/​Odd­geir Karls­son

„Það sem stend­ur upp úr er sam­vinna starfs­fólks Bláa Lóns­ins og verk­taka sem sam­an hafa unnið verk­fræðilegt af­rek. Þá hafa veðurguðirn­ir verið okk­ur hliðholl­ir.  Í gær þegar við byrjuðum að hleypa jarðsjó í lónið blasti fal­leg sýn við okk­ur þar sem  regn­bogi var yfir svæðinu og  túlkuðu nokkr­ir þeirra sem voru á vett­vangi að það væri til marks um að álfarn­ir í hraun­inu væru sátt­ir við fram­kvæmd­ina,“ seg­ir Dagný.

Bláa Lónið opn­ar aft­ur fyr­ir gesti næst­kom­andi föstu­dag, eins og stefnt var að.

Frétt mbl.is: Tóm­legt í Bláa lón­inu

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert