Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's (S&P) hefur unnið nýtt lánshæfismat fyrir stóru viðskiptabankana á Íslandi, Landsbankann, Arion banka og Íslandsbanka.
Lánshæfiseinkunn Landsbankans er staðfest og horfur áfram jákvæðar. Horfum fyrir hina bankana var breytt úr stöðugum í jákvæðar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Allir bankarnir eru áfram með lánshæfiseinkunnina BBB- til langs tíma og skammtímaeinkunnina A-3. Þetta mat S&P á bönkunum kemur í kjölfar þess að lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins var hækkuð í BBB+. Þá skiptir miklu fyrir mat á jákvæðum horfum bankanna að samkomulag náðist um uppgjör slitabúa föllnu bankanna.