Jóakim Danaprins og eiginkona hans Marie prinsessa koma til Íslands á morgun og taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni af 100 ára afmæli Dansk-Islandsk Samfund en tilgangur samtakanna er að styrkja tengsl ríkjanna.
Jóakim er yngri sonur Margrétar Þórhildar Danadrottningar.
Þau hjónin munu dvelja á Íslandi í tvo daga og samkvæmt fréttatilkynningu á vef dönsku konungsfjölskyldunnar munu þau fara í bíltúr á föstudagsmorgun um Reykjavík og skoða áhrif dansks arkitektúrs. Eins heimsækja þau Hörpu og verslunina Epal.
Upplýsingar um Íslandsferðina á vef dönsku konungsfjölskyldunnar