Baldur og Felix á Bessastaði?

Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson
Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ert þú jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart því að dr. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði verði næsti forseti Íslands og setjist ásamt maka sínum Felix Bergssyni á Bessastaði?“

Svona hljómar spurning sem þátttakendur í viðhorfakönnun Gallup eru beðnir að svara í dag.

Geta þátttakendur hakað við mjög eða frekar jákvæður eða neikvæður auk þess sem þeir geta valið um að svara ekki eða svara með „veit ekki“ eða þá jafnvel „Veit ekki hver dr. Baldur Þórhallsson er.“

Í samtali við mbl.is segir Baldur að spurningin sé ekki á hans vegum og hann hafi ekki vitað af henni fyrr en í dag. „Það hefur fólk komið og talað við okkur Felix um forsetaframboð. Ég geri ráð fyrir því að þetta komið einhversstaðar þaðan,“ segir Baldur. 

Aðspurður hvort hann sé á leið í framboð svarar Baldur því neitandi. „Ég kann svo vel við starf mitt hérna hjá Háskóla Íslands,“ segir Baldur en þar er hann prófessor í stjórnmálafræði. 

Baldur segir að honum finnist svolítið skrýtið að vera viðfangsefni spurningar í viðhorfskönnun Gallup. „Svo verður maður voðalega feiminn gagnvart því þegar að fólk er að hafa samband við okkur Felix og nefna forsetaframboð. Mér finnst það hálfóþægilegt svo ég tali alveg beint frá hjartanu.“

Samkvæmt heimasíðu Gallup var viðhorfahópur Gallup var settur á laggirnar til þess að einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir geti á skömmum tíma fengið greinargóðar upplýsingar um stöðu mála í þjóðfélaginu. Viðhorfahópurinn samanstendur af ríflega 24.000 einstaklingum og er stöðugt uppfærður með nýjum þátttakendum.

Spurningin sem lögð var fyrir viðhorfahóp Gallups.
Spurningin sem lögð var fyrir viðhorfahóp Gallups.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka