Baldur og Felix á Bessastaði?

Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson
Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ert þú já­kvæð(ur) eða nei­kvæð(ur) gagn­vart því að dr. Bald­ur Þór­halls­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði verði næsti for­seti Íslands og setj­ist ásamt maka sín­um Fel­ix Bergs­syni á Bessastaði?“

Svona hljóm­ar spurn­ing sem þátt­tak­end­ur í viðhorfa­könn­un Gallup eru beðnir að svara í dag.

Geta þátt­tak­end­ur hakað við mjög eða frek­ar já­kvæður eða nei­kvæður auk þess sem þeir geta valið um að svara ekki eða svara með „veit ekki“ eða þá jafn­vel „Veit ekki hver dr. Bald­ur Þór­halls­son er.“

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Bald­ur að spurn­ing­in sé ekki á hans veg­um og hann hafi ekki vitað af henni fyrr en í dag. „Það hef­ur fólk komið og talað við okk­ur Fel­ix um for­setafram­boð. Ég geri ráð fyr­ir því að þetta komið ein­hversstaðar þaðan,“ seg­ir Bald­ur. 

Aðspurður hvort hann sé á leið í fram­boð svar­ar Bald­ur því neit­andi. „Ég kann svo vel við starf mitt hérna hjá Há­skóla Íslands,“ seg­ir Bald­ur en þar er hann pró­fess­or í stjórn­mála­fræði. 

Bald­ur seg­ir að hon­um finn­ist svo­lítið skrýtið að vera viðfangs­efni spurn­ing­ar í viðhorfs­könn­un Gallup. „Svo verður maður voðal­ega feim­inn gagn­vart því þegar að fólk er að hafa sam­band við okk­ur Fel­ix og nefna for­setafram­boð. Mér finnst það hálfóþægi­legt svo ég tali al­veg beint frá hjart­anu.“

Sam­kvæmt heimasíðu Gallup var viðhorfa­hóp­ur Gallup var sett­ur á lagg­irn­ar til þess að ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki og stofn­an­ir geti á skömm­um tíma fengið grein­argóðar upp­lýs­ing­ar um stöðu mála í þjóðfé­lag­inu. Viðhorfa­hóp­ur­inn sam­an­stend­ur af ríf­lega 24.000 ein­stak­ling­um og er stöðugt upp­færður með nýj­um þátt­tak­end­um.

Spurningin sem lögð var fyrir viðhorfahóp Gallups.
Spurn­ing­in sem lögð var fyr­ir viðhorfa­hóp Gallups.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert