Fáránleg sóun á jólabjór

Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar.
Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér finnst þetta vera fá­rán­leg sóun,“ sagði Bryn­hild­ur Pét­urs­dótt­ir, þingmaður Bjartr­ar framtíðar, á Alþingi í dag. Þar vísaði hún til þess að ár­lega væri full­góðum bjór hellt niður vegna þess að sam­kvæmt reglu­gerð á veg­um fjár­málaráðuneyt­is­ins væri óheim­ilt að selja til dæm­is jóla­bjór og páska­bjór nema á ákveðnum tím­um. 

„Þetta er árstíðarbund­in vara þannig að ég sem neyt­andi, sem væri al­veg sama þó ég væri að drekka ein­hvern jóla­bjór í dag og vildi frek­ar vilja það en að hon­um væri hellt niður, ég hef í raun­inni ekk­ert mögu­leika á því vegna þess að það má ekki selja hann,“ sagði Bryn­hild­ur og beindi þeirri fyr­ir­spurn til Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­málaráðherra hvort hann færi ekki í það að breyta þess­um regl­um. Bjarni sagði málið enn eitt dæmið um það hversu langt oft hefði verið gengið til þess að hand­stýra þjóðfé­lag­inu. 

„Það skal ekki keypt­ur páska­bjór nema það séu pásk­ar og það skal ekki drukk­inn jóla­bjór nema það séu jól framund­an og ekki of lengi eft­ir að jóla­hátíðinni lýk­ur. Að sjálf­sögðu eru þetta regl­ur sem ætti að taka til end­ur­skoðunar. Sem og hvar megi selja bjór­inn. Og það er al­veg rétt að það er mik­il sóun í því fólg­in þegar það er verið að taka vöru, sem er að öllu leyti í lagi með og hella henni niður vegna þess að merk­ing­arn­ar stang­ast eitt­hvað á við daga­talið. Þetta er auðvitað sóun, það er al­veg rétt,“ sagði ráðherr­ann.

„Þetta er stór­mál. Mat­ar­sóun er al­var­legt mál. Það er talað um að einn þriðji af þeim mat­væl­um sem eru fram­leidd í heim­in­um endi með ein­um eða öðrum hætti sem úr­gang­ur, frá akr­in­um og allt þar til búið er að fram­leiða bjór­inn og hon­um er hellt niður. Þannig að við eig­um að bregðast við alls staðar þar sem við get­um til að minnka mat­ar­sóun,“ sagði Bryn­hild­ur enn­frem­ur.

„Mér finnst þetta bara ágæt­is­dæmi, eins og ég rakti í fyrra svari mínu, um hversu langt menn hafa viljað ganga í að hand­stýra þjóðfé­lag­inu. Ég held að það megi vinda ofan af því á fleiri sviðum en þessu,“ sagði Bjarni.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra. mbl.is/​Styrm­ir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert