Kostar ríkið að minnsta kosti 1,2 milljarða

Ólafur Þ Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ólafur Þ Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Ríkið mun þurfa að greiða að minnsta kosti 1,2 millj­arða þegar upp verður staðið og það er var­færið mat. Þetta seg­ir Ólaf­ur Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda. Í dag féll dóm­ur í Hæsta­rétti þar sem svo­kallað útboðsgjald var dæmt ólög­legt og þarf ríkið í fram­hald­inu að greiða þrem­ur fyr­ir­tækj­um rúm­lega 500 millj­ón­ir.

Fyr­ir­tæk­in sem um ræðir eru Hag­ar, Innn­es og Sæl­kera­dreif­ing, en þau höfðuðu öll mál á hend­ur rík­inu vegna inn­flutn­ings á land­búnaðar­af­urðum og toll­kvóta og gjald­töku vegna hans.

Samið um toll­frjáls­an inn­flutn­ing en létu borga fyr­ir toll­kvóta

Íslenska ríkið hafði skuld­bundið sig með samn­ing­um við Evr­ópu­sam­bandið og Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ina til að vera með ákveðið magn af ýms­um land­búnaðar­af­urðum toll­frjáls­ar eða á lág­um toll­um. Á það meðal ann­ars við um svína­kjöt, kjúk­ling og osta. Lög­gjaf­inn hér á landi ákvað aft­ur á móti að hægt væri að fara nokkr­ar leiðir við út­hlut­un á þessu magni og gat ráðherra ákveðið hvaða leið væri val­in.

Frétt mbl.is: Ríkið end­ur­greiði hálf­an millj­arð

Ein leiðin fel­ur í sér að tekið er gjald fyr­ir toll­kvót­ann, en þá er magnið boðið upp og hæst­bjóðandi fær út­hlutað toll­kvót­an­um. Eitt árið var það meðal ann­ars þannig að um 200 tonn af kjúk­lingi sem áttu að vera toll­frjáls enduðu með að bera 48% toll.

„Tjónið er gríðarlegt“

Páll Rún­ar M. Kristjáns­son, Hæsta­rétt­ar­lögmaður, sótti málið fyr­ir hönd fé­lag­anna þriggja. Seg­ir hann að niðurstaða dóms­ins muni hafa áhrif á inn­flutn­ingsaðila og mögu­lega ein­hverja veit­ingastaði. „Það er ljóst að það er búið að taka þessi gjöld í 20 ár,“ seg­ir hann, en bæt­ir við að mest af því sé þó fyrnt. „Tjónið er gríðarlegt,“ seg­ir hann, „ekki bara fyr­ir inn­flytj­end­ur, held­ur markaðinn í heild, milliliði, heild­sala og neyt­end­ur.“

Páll Rúnar M. Kristjánsson var lögmaður fyrirtækjanna.
Páll Rún­ar M. Kristjáns­son var lögmaður fyr­ir­tækj­anna. Ljós­mynd/​Mál­flutn­ings­stofa Reykja­vík­ur

Seg­ir hann að í kjöl­far dóms­ins verði lög­gjaf­inn að bregðast við og koma upp sóma­sam­legu kerfi. Þannig skipti mestu máli að eng­ar tak­mark­an­ir séu á magn­inu sem flutt er inn.

Páll seg­ir að niðurstaða dóms­ins hafi verið sú að ríkið megi ekki taka skatt sam­kvæmt val­kvæðri gjald­töku­heim­ild. Það þýðir á manna­máli að ráðherra hef­ur ekki ákvörðun­ar­vald hvort skatt­ur sé inn­heimt­ur eða ekki eins og í þessu til­viki.

200-300 millj­ón­ir á ári und­an­far­in ár

Ólaf­ur seg­ir upp­hæðirn­ar vera gríðarleg­ar sem um ræði. Und­an­far­in ár hafi útboðsgjaldið verið á bil­inu 200-300 millj­ón­ir, en í ár stefni í að það verði 330 millj­ón­ir. Fyr­ir­tæk­in þrjú sem eru á bak við máls­sókn­ina eru ekki þau einu sem hafa keypt toll­kvót­ana, held­ur hafa fleiri inn­flutn­ingsaðilar, veit­ingastaðir og ís­lensku afurðastöðvarn­ar tekið þátt í útboðunum og fengið út­hlutað. Seg­ir Ólaf­ur að fé­lög eins og Mjólk­ur­sam­sal­an muni t.d. ör­ugg­lega fá „slatta í kass­ann“ vegna tals­verðs inn­flutn­ings á ost­um und­an­far­in ár.

Tíma­bilið sem fyr­ir­tæk­in þrjú kröfðust end­ur­greiðslu vegna er fjög­ur ár, eða frá 2009 til 2013. Hlut­ur þeirra er því nokkuð stór í heild­ar­nýt­ingu inn­flutn­ingskvót­anna.

Þrátt fyrir samninga við Evrópusambandið um tollfrelsi á ákveðnu magni …
Þrátt fyr­ir samn­inga við Evr­ópu­sam­bandið um toll­frelsi á ákveðnu magni á kjúk­lingi hafa inn­flytj­end­ur endað með að borga háar upp­hæðir í kvóta­gjald fyr­ir toll­inn. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Lág­mark 1,2 millj­arðar

Til viðbót­ar við þessi fjög­ur ár sem kær­an náði til hafa þau und­an­far­in þrjú ár einnig greitt fyr­ir kvóta. Það má því gera ráð fyr­ir því að upp­hæðin muni aukast tals­vert hjá þeim, auk þess sem aðrir inn­flytj­end­ur hafa stór­an hluta í inn­flutn­ingi á þess­um land­búnaðar­af­urðum und­an­far­in ár. Eins og fyrr seg­ir tel­ur Ólaf­ur að heild­ar­upp­hæðin sem ríkið gæti þurft að greiða öll­um kvóta­kaup­end­um síðustu ára numið 1,2 millj­örðum og lík­lega tals­vert hærri upp­hæð.

Hvaða áhrif mun þetta hafa á vöru­verð?

Inn­flytj­end­urn­ir vöruðu við því þegar þeir settu kær­una fram að þetta aukna gjald myndi fara út í vöru­verð og þannig að lok­um leggj­ast á vöru­verð til neyt­enda. Aðspurður hvort þessi end­ur­greiðsla núna þýði ekki að fyr­ir­tæk­in geti lækka álög­ur sín­ar tals­vert, alla­vega í til­tek­inn tíma, seg­ir Ólaf­ur að hvert og eitt fyr­ir­tæki þurfi að svara fyr­ir það. Seg­ir hann að þessi inn­spýt­ing muni klár­lega hjálpa af­komu þeirra, en á móti komi að hækk­an­ir séu framund­an, m.a. vegna launa­hækk­ana og gæti því þessi sig­ur fyr­ir dóm­stól­um orðið til að minnka þá verðhækk­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert