1.100-1.300 íbúðir í Vogabyggð

Teikning af fyrirhugaðri Vogabyggð.
Teikning af fyrirhugaðri Vogabyggð. Mynd/Reykjavík

Skrifað var und­ir samn­inga vegna end­urupp­bygg­ing­ar Voga­byggðar í Reykja­vík í dag. Verður gert ráð fyr­ir 1.100 til 1.300 íbúðum á svæðinu og 56.000 fer­metr­um af at­vinnu­hús­næði. Í gild­andi aðal­skipu­lagi var gert ráð fyr­ir 450 íbúðum á svæðinu og því ljóst að um mikla fjölg­un er að ræða. Meðal ann­ars þarf að huga að bygg­ingu skóla, nýrra gatna, land­fyll­ingu, grjótvarna og nýrra stofn­lagna. Áætlaður kostnaður Reykja­vík­ur vegna fram­kvæmd­anna er um 8 millj­arðar. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá borg­inni.

Lóðar­haf­ar taka þátt í kostnaði innviða

Voga­byggð af­mark­ast af Sæ­braut, Klepps­mýr­ar­vegi og Súðar­vogi. Samn­ing­arn­ir ná til hluta Voga­byggðar, svæðis 2, en stærstu lóðar­haf­ar þar eru Gámakó og Voga­byggð dótt­ur­fyr­ir­tæki Hamla, sem eru í eigu Lands­bank­ans. Sam­tals ráða þessi fyr­ir­tæki yfir 70% lóða á svæði 2.

Í til­kynn­ingu Reykja­vík­ur seg­ir að samn­ing­arn­ir marki tíma­mót að því leyti að lóðar­haf­ar taka þátt í kostnaði við breyt­ing­ar á innviðum hverf­is­ins og er það í sam­ræmi við samn­ings­mark­mið Reykja­vík­ur­borg­ar um upp­bygg­ingu í eldri hverf­um.

Teikning af fyrirhugaðri Vogabyggð.
Teikn­ing af fyr­ir­hugaðri Voga­byggð. Mynd/​Reykja­vík

Eitt af lyk­ilsvæðum í nýja aðal­skipu­lag­inu

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri seg­ir samn­ing­ana afar mik­il­vægt skref í átt að upp­bygg­ingu hverf­is­ins. „Það er mjög metnaðarfullt skipu­lag sem ligg­ur fyr­ir og Voga­byggðin sjálf er nátt­úr­lega á besta stað í borg­inni. Fjórðung­ur íbúðanna sem þarna rísa verða und­ir leigu- og bú­setu­rétta­r­í­búðir og höf­um við nú samið við lóðar­hafa um þátt­töku í upp­bygg­ingu innviða. Verk­efnið í heild er svo eitt af lyk­ilsvæðum í Aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur þannig að ég er mjög spennt­ur fyr­ir þessu,“ seg­ir Dag­ur. 

„Það er fagnaðarefni að sjá glæsi­lega íbúðabyggð rísa á gömlu og lúnu iðnaðarsvæði.  Við höf­um lengi beðið eft­ir þessu,“ seg­ir Gunn­ar Braga­son fram­kvæmda­stjóri Gámakó og Gámaþjón­ust­unn­ar hf.  Steinþór Páls­son, banka­stjóri Lands­bank­ans tek­ur í sama streng: „Þetta er gríðarlega mik­il­væg­ur áfangi og ánægju­legt fyr­ir Lands­bank­ann að taka þátt í ein­um um­fangs­mestu end­ur­bygg­ing­ar­áform­um í Reykja­vík í lang­an tíma. Við höf­um unnið með borg­inni í þessu verk­efni frá árs­byrj­un 2013 og það er ánægju­legt að taka þátt í að skapa nýja framtíð hér á svæðinu.“

Frá kynningunni í dag.
Frá kynn­ing­unni í dag. Mynd/​Reykja­vík

Leigu­íbúðir um fjórðung­ur íbúða á svæðinu

Miðað við þær skipu­lags­áætlan­ir sem nú er unnið að er gert ráð fyr­ir að í hverf­inu verði 1.100 – 1.300 íbúðir og at­vinnu­hús­næði um 56.000 fer­metr­ar.  Gild­andi aðal­skipu­lag ger­ir ráð fyr­ir 450 íbúðum. Þessi fjölg­un íbúða í hverf­inu kall­ar á bygg­ingu grunn- og leik­skóla, en miðað er við að ráðist verði í þær fram­kvæmd­ir í sam­ræmi við upp­bygg­ingu íbúðabyggðar.  Í samn­ing­um er kvöð um að leigu­íbúðir, stúd­enta- og bú­setu­rétta­r­í­búðir verði 20 – 25% íbúða.

Í Voga­byggð eru áformaðar fram­kvæmd­ir á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar og Orku­veitu Reykja­vík­ur við gerð gatna, torga, stíga, strand­stíga, land­fyll­inga, grjótvarna og nýrra stofn­lagna, út­sýn­is- og göngupalla í sam­ræmi við hug­mynd að nýju deili­skipu­lagi. Auk þess er gert ráð fyr­ir göngu­brú og stíflu við Háu­bakka­tjörn, brú yfir Nausta­vog, færslu á Klepps­mýr­ar­vegi og færslu skólp­dælu­stöðvar.

Áætlaður kostnaður Reykja­vík­ur­borg­ar við upp­bygg­ingu skóla og allra innviða í hverf­inu er um 8 millj­arðar króna.

Nán­ar um verk­efnið á vef Reykja­vík­ur 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert