Amma og afi handtekin

Helgi Felixson, kvikmyndagerðarmaður.
Helgi Felixson, kvikmyndagerðarmaður. mbl.is

Varð harðvítug fjöl­skyldu­deila til þess að hjón­in Tryggvi Jóakims­son kaupmaður, sem var vararæðismaður Breta á Ísaf­irði, og eig­in­kona hans, Marga­ret­he Häsler, voru hand­tek­in af breska setuliðinu sum­arið 1941 og kastað í fang­elsi ytra?

Þessu velt­ir son­ar­son­ur þeirra, Helgi Felix­son, fyr­ir sér í nýrri heim­ild­ar­mynd sem frum­sýnd verður í Bíói Para­dís á fimmtu­dag­inn kem­ur. Hjón­un­um var gefið að sök að hafa skýlt þýsk­um nas­ista, Aug­ust Lehrmann, sem farið hafði hulfu höfði vest­ur á fjörðum.

Tryggvi Jóakims­son var virt­ur maður og vin­sæll á Ísaf­irði. Rétt­nefnd­ur mátt­ar­stólpi í sam­fé­lag­inu. Hand­tak­an og fanga­vist­in í Bretlandi var hon­um afar þung­bær og sagt er að hann hafi aldrei jafnað sig á þess­ari erfiðu lífreynslu. Hann lést árið 1956, merki­legt nokk, sama ár og Helgi son­ar­son­ur hans fædd­ist.

„Þetta var óskap­legt áfall fyr­ir gamla mann­inn enda kom þetta hon­um í opna skjöldu,“seg­ir Helgi. „Það vissu all­ir á Vest­fjörðum af þess­um Þjóðverja sem var á flótta en ekk­ert bend­ir til þess að afi hafi komið að því að aðstoða hann með nein­um hætti. Ég fjalla meðal ann­ars um bréf sem hann ritaði son­um sín­um þrem­ur skömmu eft­ir hand­tök­una, þar sem hann kem­ur af fjöll­um. Ekki er annað að sjá en það bréf sé ein­lægt. Líka annað bréf sem afi skrifaði yf­ir­völd­um úr fang­els­inu. Þar neit­ar hann öll­um tengsl­um við Lehrmann og spyr hvort svil­kona hans, Gertru­de Häsler, hafi hugs­an­lega bendlað sig við málið. Seinna bar fjöldi fólks að afi hefði aldrei verið viðriðinn Aug­ust Lehrmann. Það er líka merki­legt að yf­ir­heyrsl­urn­ar yfir Lehrmann sé hvergi að finna. Hvernig stend­ur á því?“

Nán­ar er rætt við Helga í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Tryggvi Jóakimsson og Margarethe Häsler ásamt sonum sínum, Aðalbirni, Felix …
Tryggvi Jóakims­son og Marga­ret­he Häsler ásamt son­um sín­um, Aðal­birni, Fel­ix og Tryggva. mbl.is
August Lehrmann, Þjóðverjinn sem fór huldu höfði á Vestfjörðum á …
Aug­ust Lehrmann, Þjóðverj­inn sem fór huldu höfði á Vest­fjörðum á stríðsár­un­um. mbl.is
mbl.is
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert