Dagur borðaði mat eldri borgara

Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri
Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri mbl.is/Golli

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri hef­ur á hverj­um degi þessa vik­una borðað mat­inn sem eldri borg­ar­ar geta pantað. Tek­ur Dag­ur fram að  hann borði vissu­lega all­an venju­leg­an heim­il­is­mat og kvarti sjald­an en seg­ir heimsenda mat­inn af bestu gæðum og lyst­ugri en hann bjóst sjálf­ur við.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í viku­leg­um pistli borg­ar­stjóra.

„Vel­ferðarsvið og Eir leita nú leiða í mat­ar­mál­um eldri borg­ara sem búa í Eir­borg­um í Grafar­vogi. Von­ast ég til að far­sæl niðurstaða í því liggi fyr­ir á næst­unni. Eft­ir umræðu síðustu viku lék mér for­vitni á að vita hvernig heimsendi mat­ur­inn væri sem eldra fólki stend­ur til boða í borg­inni.

Ég hef því fengið hann send­an í ráðhúsið þessa viku. Þetta er mat­ur sem er kæld­ur og send­ur í bökk­um og maður hit­ar í ör­bylgj­unni þegar manni hent­ar. Ég missti reynd­ar miðviku­dag­inn úr, en á mánu­dag­inn var þessi fíni lax, á þriðju­dag­inn var svik­inn héri í ráðhús­inu en ég fékk send­an ham­borg­ar­hrygg og súkkulaðibúðing með rjóma í eft­ir­rétt og í gær voru kjöt­boll­ur, en reykt­ur lax í for­rétt.

Ég borða að vísu all­an venju­leg­an heim­il­is­mat og kvarta sjald­an en verð að segja að þessi heimsendi mat­ur er af bestu gæðum og reynd­ar miklu lyst­ugri og betri en ég bjóst nokk­urn tím­ann við, eft­ir að hafa lesið alls kyns stór­yrði um hann á net­inu. Held að fæst­ir sem þannig tala hafi raun­veru­lega smakkað hann.

Ég endaði svo vik­una á að fara í heim­sókn í eld­húsið á Lind­ar­götu sem eld­ar all­an mat­inn og pakk­ar - til að þakka fyr­ir mig. Þar ræður Bragi kokk­ur ríkj­um en hann hef­ur starfað hjá borg­inni í meira en 35 ár.

Allt skipu­lagið í eld­hús­inu er til fyr­ir­mynd­ar, hrá­efnið er gott og mat­ur­inn bragðast vel (fékk sviðasultu og róf­u­stöppu í til­efni bónda­dags­ins). Ofan á gæðin er verðið lægra en ger­ist og geng­ur í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um. Ég tók mynd­ir af hápunkt­um í máltíðum vik­unn­ar - reykt­ur sil­ung­ur, kjöt­boll­ur, ham­borg­ar­hrygg­ur og ofn­bakaður lax. Sjón er sögu rík­ari,“ skrif­ar dag­ur.

Hápunktar vikunnar að mati Dags. Reyktur silungur, kjötbollur, hamborgarhryggur og …
Hápunkt­ar vik­unn­ar að mati Dags. Reykt­ur sil­ung­ur, kjöt­boll­ur, ham­borg­ar­hrygg­ur og ofn­bakaður lax Ljós­mynd/​Dag­ur B. Eggerts­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka