Sigmundur vill makaskipti á lóðum

Hafnartorg, samkvæmt núverandi hugmyndum arkitekta.
Hafnartorg, samkvæmt núverandi hugmyndum arkitekta. PK arki­tekt­ar

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra, vill skoða maka­skipti á lóðum í miðborg­inni til að koma í veg fyr­ir það sem hann tel­ur allt of mikið bygg­ing­ar­magn á lóðinni við Hafn­ar­torg, gegnt stjórn­ar­ráðinu.

Morg­un­blaðið sagði frá því í morg­un að ráðuneytið ætti í viðræðum við fast­eigna­fé­lagið Land­stólpa um end­ur­hönn­un á bygg­ing­um á lóðinni. Í kvöld­frétt­um Stöðvar 2 kom fram að viðræður væru í gangi um að skipta á lóðinni og lóð rík­is­insvið hlið sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins, milli Sölv­hóls­götu og Skúla­götu. Gert er ráð fyr­ir að niður­stöður úr þess­um viðræðum liggi fyr­ir á næstu þrem­ur vik­um. Þetta kom fram í sjón­varps­frétt­um Stöðvar 2 í kvöld.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Sig­mund­ur hef­ur áður gagn­rýnt þau bygg­ingaráform sem liggja fyr­ir varðandi upp­bygg­ingu reits­ins, en í viðtali við Morg­un­blaðið fyrr í mánuðinum kallaði hann þau skipu­lags­slys. „Ef þarna yrði byggt með þeim hætti sem dregið hef­ur verið upp á þess­um mynd­um yrði það lík­lega seinna álitið eitt mesta skipu­lags­slys í miðbæ Reykja­vík­ur í seinni tíð og jafn­vel alla tíð,“sagði Sig­mund­ur.

Í frétt­um Stöðvar 2 sagði Sig­mund­ur að með þessu væri hægt að minnka bygg­ing­ar­magn á Hafn­ar­torgi og reisa hús sem væri borg­inni og Íslandi til sóma á póst­korti. Sagði hann jafn­framt til skoðunar að nýta lóðina við Hafn­ar­torg til fyr­ir for­sæt­is­ráðuneytið og önn­ur ráðuneyti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert