Sigríður færir Aldísi til í starfi

Aldís Hilmarsdóttir.
Aldís Hilmarsdóttir. Árni Sæberg
Lögreglustjórinn í Reykjavík, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, hefur ákveðið að færa Aldísi Hilmarsdóttur aðstoðaryfirlögregluþjón og yfirmann fíkniefnalögreglunnar til í starfi. Þetta tilkynnti Sigríður Björk Aldísi í dag og jafnframt starfsmönnum embættisins.
Samkvæmt heimildum mbl.is hefur nýr starfsmaður verið fundinn í stað Aldísar og hefur hann störf á mánudaginn. 

Þessi tilflutningur var án nokkurs samáðs við Aldísi, eftir því sem fréttastofa RÚV kemst næst. Hún hefur leitað til lögfræðings og verður lögreglustjóri krafinn um rökstuðning fyrir tilflutningnum. Lögreglustjórinn tilkynnti Aldísi, samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV, að hún yrði flutt á skrifstofu lögreglustjóra.

Í síðustu viku fór Aldís á fund Ólafar Nordal innanríkisráðherra og kvartaði undan starfsháttum og framkomu Sigríðar Bjarkar.  

mbl.is hefur ekki náð tali af Aldísi vegna málsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka