Fjárfesta í fjölda hótela á Íslandi

Hreiðar Már Sigurðsson og Ólafur Ólafsson.
Hreiðar Már Sigurðsson og Ólafur Ólafsson. mbl.is/Kristinn

Hreiðar Már Sig­urðsson fjár­fest­ir og fjöl­skylda hans hafa frá ár­inu 2009 byggt upp fyr­ir­tækið Gisti­ver sem teng­ist nú rekstri sjö gisti­staða víðsveg­ar um landið.

Þrír þess­ara gisti­staða eru í Stykk­is­hólmi en hinir fjór­ir eru á Nesja­völl­um, Búðum, í Kefla­vík og Reykja­vík. Lík­legt er að fé­lagið teng­ist líka hosteli á Ak­ur­eyri. Sam­hliða þess­ari upp­bygg­ingu hef­ur Gisti­ver opnað þvotta­húsið Sæng­ur­ver í Stykk­is­hólmi. Eig­in­kona Hreiðars Más, Anna Lísa Sig­ur­jóns­dótt­ir, er fram­kvæmda­stjóri Gisti­vers og jafn­framt eig­andi fé­lags­ins.

Eins og fjallað var um í Morg­un­blaðinu síðastliðinn fimmtu­dag hef­ur fé­lagið Fest­ir sótt um leyfi til að breyta Suður­lands­braut 18 í hót­el. Það fé­lag er í eigu SMT Partners B.V. sem aft­ur teng­ist Sam­skip­um. Af því leiðir að Ólaf­ur Ólafs­son kaup­sýslumaður teng­ist þeim áform­um. Þau hjón­in Ólaf­ur og Ingi­björg Kristjáns­dótt­ir tengj­ast sveita­setr­um á Snæ­fellsnesi og í Frakklandi og und­ir­búa upp­bygg­ingu á síðar­nefnda staðnum.

Þess má geta að eig­in­kona Ólafs, Ingi­björg Kristjáns­dótt­ir, er á vef Cred­it­in­fo skráð fyr­ir 100% hlut í eign­ar­halds­fé­lag­inu Miðhrauni sem heit­ir eft­ir jörð þeirra hjóna á Snæ­fellsnesi. Fé­lagið hef­ur sama heim­il­is­fang og Sam­skip í Reykja­vík.

Sam­kvæmt vefsíðu franska fé­lags­ins Pur Cheval teng­ist rekst­ur Huilerie-búg­arðsins, um 160 km suður af Par­ís, rekstr­in­um í Miðhrauni. Ýmsar fram­kvæmd­ir eru fyr­ir­hugaðar á franska búg­arðinum, m.a. gerð skeiðvall­ar. Þau Ingi­björg og Ólaf­ur hafa lög­heim­ili í Sviss.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert