Líkur á auknu ójafnvægi í þjóðarbúskapnum

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrsti fund­ur fjár­mála­stöðug­leikaráðs á ár­inu 2016 var hald­inn föstu­dag­inn 22. janú­ar í fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu. Fjallað var um áhættu í fjár­mála­kerf­inu og fram kom að horf­ur væru á auknu ójafn­vægi í þjóðarbú­skapn­um á næstu miss­er­um.

Þetta kem­ur fram á heimasíðu Seðlabanka Íslands.

Vöxt­ur út­lána lána­kerf­is­ins í heild væri enn inn­an hóf­legra marka en lík­ur væru á auk­inni eft­ir­spurn eft­ir út­lán­um í ná­inni framtíð.

„Sam­spil þjóðhags­legs ójafn­væg­is og út­lána­vaxt­ar gætu haft nei­kvæð áhrif á fjár­mála­kerfið. Viðnámsþrótt­ur bank­anna væri tölu­verður en vel væri fylgst með lausa­fjár­stöðu þeirra, sér­stak­lega vegna upp­gjörs nauðasamn­inga slita­búa fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja og útboðs í tengsl­um við los­un og bind­ingu af­l­andskróna,“ seg­ir á vef Seðlabank­ans.

Aðala­efni fund­ar­ins voru eig­in­fjárauk­ar en ákvæði um þá í lög­um nr. 161/​2002, um fjár­mála­fyr­ir­tæki, tóku gildi 1. janú­ar 2016. Með hliðsjón af grein­ing­um kerf­isáhættu­nefnd­ar bein­ir fjár­mála­stöðug­leikaráð því til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins að komið verði á þrem­ur eig­in­fjárauk­um: eig­in­fjárauka vegna kerf­is­lega mik­il­vægra fjár­mála­fyr­ir­tækja, eig­in­fjárauka vegna kerf­isáhættu og sveiflu­jöfn­un­ar­auka. Vernd­un­ar­auki tók gildi um síðustu ára­mót sbr. 84. gr. e. laga nr. 161/​2002, um fjár­mála­fyr­ir­tæki, en hann krefst ekki til­mæla frá fjár­mála­stöðug­leikaráði.

Fjár­mála­stöðug­leikaráð bein­ir eft­ir­far­andi til­mæl­um til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins:

1) Að sett­ur verði 2% eig­in­fjárauki á kerf­is­lega mik­il­væg fjár­mála­fyr­ir­tæki, á sam­stæðugrunni, frá 1. apríl 2016. Kerf­is­lega mik­il­væg fjár­mála­fyr­ir­tæki eru Ari­on banki hf., Íslands­banki hf. og Lands­bank­inn hf. eins og skil­greint var á fundi fjár­mála­stöðug­leikaráðs 14. apríl 2015.

2) Að sett­ur verði á eig­in­fjárauki vegna kerf­isáhættu sem nem­ur 3% af áhættu­vegn­um inn­lend­um eign­um á kerf­is­lega mik­il­væg­ar inn­láns­stofn­an­ir, það er Ari­on banka hf., Íslands­banka hf. og Lands­bank­ann hf., frá 1. apríl 2016. Eig­in­fjárauki vegna kerf­isáhættu á aðrar inn­láns­stofn­an­ir [1] fari stig­hækk­andi og verði 1% af áhættu­vegn­um inn­lend­um eign­um 1. apríl 2016, 1,5% frá 1. janú­ar 2017, 2,0% frá 1. janú­ar 2018 og 3% frá 1. janú­ar 2019. Eig­in­fjárauk­inn taki til þess­ara inn­láns­stofn­ana á sam­stæðugrunni.

3) Að sett­ur verði 1% sveiflu­jöfn­un­ar­auki á öll fjár­mála­fyr­ir­tæki á sam­stæðugrunni, nema þau sem eru und­an­skil­in eig­in­fjárauk­an­um skv. 4. mgr. 84. gr. d laga nr. 161/​2002, um fjár­mála­fyr­ir­tæki og að hann taki gildi 12 mánuðum frá ákvörðun Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Ekki er út­lit fyr­ir að ákvörðun um gildi eig­in­fjárauk­anna muni krefjast mik­ill­ar eig­in­fjáraukn­ing­ar í fjár­mála­kerf­inu frá nú­ver­andi stöðu þess en Fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur, allt frá könn­un­ar- og mats­ferli 2014, mælst til þess að ákveðnar inn­láns­stofn­an­ir gerðu ráð fyr­ir að lagðir yrðu á eig­in­fjárauk­ar. Þá gera til­lög­ur fjár­mála­stöðug­leikaráðs ráð fyr­ir að veitt­ur verði nokk­ur aðlög­un­ar­tími til að bregðast við aukn­um eig­in­fjár­kröf­um. Miðað við nú­ver­andi eig­in­fjár­stöðu fjár­mála­kerf­is­ins er nauðsyn­leg eig­in­fjáraukn­ing vegna þess­ara eig­in­fjárauka um 9 ma.kr. fyrsta árs­fjórðung 2017, eða 1,5% af heild­ar eig­in­fé inn­láns­stofn­ana m.v. nú­ver­andi stöðu. Í ná­granna­ríkj­um okk­ar hef­ur inn­leiðingu eig­in­fjárauk­anna verið hagað í sam­ræmi við aðstæður í hverju landi og þeim beitt með nokkuð ólík­um hætti en flest ríkj­anna hafa virkjað a.m.k. tvo þeirra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert