Meirihluti fylgjandi starfslaunum

Meirihluti landsmanna styður það að ríkið greiði listamannalaun
Meirihluti landsmanna styður það að ríkið greiði listamannalaun AFP

MMR kannaði viðhorf Íslendinga til þess að ríkið greiði listamannalaun. Af þeim sem tóku afstöðu voru 53,2% sem sögðust fylgjandi því að ríkið greiði út listamannalaun en 46,8% sögðust andvíg því að ríkið greiddi listamannalaun. Hlutfall þeirra sem eru fylgjandi því að ríkið greiði listamannalaun hefur aukist um yfir 7% frá febrúar 2013 og yfir 14% frá mars 2010. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá MMR.

Ívar Valgarðsson myndlistarmaður er einn þeirra sem fengu úthlutað listamannalaunum …
Ívar Valgarðsson myndlistarmaður er einn þeirra sem fengu úthlutað listamannalaunum fyrr í mánuðinum. Ívari voru úthlutuð laun í 18 mánuði.

Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn andvígir listamannalaunum

Viðhorf til listamannalauna eru mjög breytileg eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Sem dæmi eru 77% þeirra sem styðja Framsókn og 68% þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn andvíg listamannalaunum, en á hinn bóginn eru 80% þeirra sem styðja Samfylkinguna eða Vinstri græna fylgjandi því að ríkið greiði út listamannalaun. 

Hallgrímur Helgason fær starfslaun í tólf mánuði
Hallgrímur Helgason fær starfslaun í tólf mánuði mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Þegar afstaða lýðfræðilegra hópa er borin saman kemur í ljós að fólk sem er yngra en þrjátíu ára og er búsett á höfuðborgarsvæðinu er líklegra til að vera fylgjandi listamannalaunum. Þar að auki eru heimili með milljón eða meira í mánaðartekjur líklegri til að vera fylgjandi listamannalaunum en tekjulægri hópar.

Auður Jónsdóttir fær starfslaun í tólf mánuði.
Auður Jónsdóttir fær starfslaun í tólf mánuði. mbl.is/Rax

Sjá nánar hér

Þessir listamenn fengu úthlutun í ár

Ástríður Alda Sigurðardóttir fær starfslaun í níu mánuði.
Ástríður Alda Sigurðardóttir fær starfslaun í níu mánuði. mbl.is/Ernir Eyjólfsson
Valgerður Hauksdóttir fær starfslaun í átján mánuði
Valgerður Hauksdóttir fær starfslaun í átján mánuði mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert