Forsætisráðherra svarar Kára fullum hálsi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Golli

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra, fer háðuleg­um orðum um Kára Stef­áns­son og und­ir­skrift­ar­söfn­un hans fyr­ir heil­brigðis­kerfið í pistli á vefsíðu sinni. Hann seg­ist velta fyr­ir sér um hvað söfn­un­in snýst þegar fólki býðst að skrifa nafn sitt und­ir „gríðar­stóra fram­boðsmynd“ af Kára.

Í pistl­in­um seg­ir Sig­mund­ur Davíð að Kári, sem hann kall­ar penna­vin sin og mann­vin, hafi tekið það óst­innt upp að hann væri sam­mála hon­um um mik­il­vægi stór­felldr­ar efl­ing­ar heil­brigðisþjón­ustu á Íslandi.

„Eins og menn þekkja er Kára tamt að úthúða þeim sem eru ósam­mála hon­um en ég hafði ekki gert mér grein fyr­ir að það sama ætti við um þá sem tala máli hans (án þess þó að vera lög­menn),“ skrif­ar for­sæt­is­ráðherra og vís­ar þar lík­lega til máls sem Kári höfðaði gegn lög­manni sín­um, Karli Ax­els­syni, og tapaði í Hæsta­rétti.

„Hefðbund­inn fúkyrðaflaum­ur“

For­sæt­is­ráðherra hef­ur gert at­huga­semd við að í und­ir­skrifta­söfn­un­inni sé vísað til þess að stjórn­völd verji til­teknu hlut­falli vergr­ar lands­fram­leiðslu (VLF) til heil­brigðismála. Sig­mund­ur Davíð seg­ir Kára hafa talið sig gera grín að hon­um með því og seg­ist for­sæt­is­ráðherra viður­kenna að hann skilji ekki skil­grein­ingu Kára á húm­or.

Sig­mund­ur Davíð seg­ir Kára, sem hann kall­ar „mis­kunn­sam­an sam­fé­lagsrýni“ hafa talið sig gera lítið úr fá­tækj­um ríkj­um eins og Síerra Leóne þegar hann benti á að hærra hlut­falli VLF væri varið til heil­brigðismála þar en á Norður­lönd­un­um vegna fá­tæk­ar lands­ins.

Þegar Kára hafi verið bent á það í sjón­varpsþætti að hann færi rangt með töl­ur og sam­an­b­urður­inn og viðmiðin sem hann beitti fyr­ir sig væru röng hafi viðbrögð hans verið „hefðbund­inn fúkyrðaflaum­ur“ með full­yrðing­um um að fólk sem gagn­rýndi hann væri sama um þá sem minna mega sín eða vildi viðhalda þján­ing­um. Að lok­um hafi hann þó upp­lýst að málið byggðist ekk­ert á þess­um pró­sentu­töl­um.

„Semsagt átak um að til­tek­in pró­senta af lands­fram­leiðslu færi í heil­brigðismál byggðist ekki á töl­um. Sjálfsagt er það rétt að átakið snú­ist ekki um pró­sentu­töl­ur. Enda má velta fyr­ir sér um hvað und­ir­skrifta­söfn­un snýst þar sem fólki býðst að skrifa nafnið sitt und­ir gríðar­stóra fram­boðsmynd af Kára Stef­áns­syni?“ spyr formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Efna­hags­hrun ekki leiðin að bættri heil­brigðisþjón­ustu

Líti menn hins veg­ar svo á að und­ir­skrifta­sön­fun Kára Stef­áns­son­ar snú­ist al­mennt um vilja til að efla heil­brigðis­kerfið þá er hver slík und­ir­skrift krafa um að menn finni bestu leiðina til að láta það ger­ast, að mati Sig­mund­ar Davíðs. Þá ættu menn að fagna umræðu um málið og jafn­vel láta sig hafa það að fá ábend­ing­ar.

Hlut­fall rík­is­út­gjalda til heil­brigðismála af lands­fram­leiðslu hafi rokið upp á Íslandi, sem hlut­fall af VLF, við efna­hags­hrunið en hrunið svo vegna niður­skurðar. Seg­ir for­sæt­is­ráðherra menn þó varla vilja halda því fram að besta leiðin til að bæta heil­brigðisþjón­ustu sé efna­hags­hrun. Í stað þess að sveifl­ast eft­ir lands­fram­leiðslu þurfi heil­brigðisút­gjöld að vera næg og nógu vel fjár­mögnuð til að veita nauðsyn­lega þjón­ustu óháð efna­hags­sveifl­um.

„Það þarf yf­ir­vegaða umræðu og skyn­sam­leg­ar ráðstaf­an­ir svo vel tak­ist til við efl­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Þá verða menn að þola umræðu um hvað snýr upp og niður og hvaða leiðir séu best­ar til að halda áfram hinni miklu upp­bygg­ingu síðustu ára,“ skrif­ar Sig­mund­ur Davíð.

Pist­ill­inn á vefsíðu Sig­mund­ar Davíðs

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert