Þurfa að hlusta á vilja fólksins

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég held að hátt­virt­ir þing­menn verði að hlusta eft­ir þess­ari kröfu lands­manna, meira en 50 þúsund lands­manna, um að for­gangsraða í þágu heil­brigðis­kerf­is­ins,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, á Alþingi í dag og vísaði þar til und­ir­skrifta­söfn­un­ar Kára Stef­áns­son­ar, for­stjóra Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, þar sem þess er kraf­ist að 11% af lands­fram­leiðslu verði varið til heil­brigðis­kerf­is­ins.

Hins veg­ar vöknuðu upp spurn­ing­ar þegar þing­menn stjórn­ar­meiri­hlut­ans spyrðu að því hvar taka ætti pen­ing­ana. „Þarna kom­um við að grund­vall­ar­spurn­ing­ar í ís­lensk­um stjórn­mál­um sem snýst um það hver á um­fang sam­neysl­unn­ar að vera og hvernig ná­kvæm­lega ætl­um við að fjár­magna hana,“ sagði Katrín. Sakaði hún stjórn­ar­meiri­hlut­ann um að hafa unnið mark­visst að því að veikja tekju­stofna rík­is­ins. Meðal ann­ars með lækk­un veiðigjalda og breyt­ing­um á skatt­kerf­inu. VG hefði lagt til fyr­ir síðustu kosn­ing­ar að tekj­ur­stofn­ar rík­is­ins yrðu óbreytt­ir.

„Ég held að þessi und­ir­skrifta­söfn­un, sem snýst fyrst og fremst um þetta, um það hvert um­fang sam­neysl­unn­ar eigi að vera og hvernig ná­kvæm­lega þurfa þá stjórn­mála­menn að svara því eigi að fjár­magna hana, sýni að al­menn­ing­ur vill setja þessi mál á dag­skrá. Og ég held að hátt­virt­ir þing­menn megi ekki dauf­heyr­ast við því held­ur taka al­var­lega þann ríka vilja sem þarna birt­ist í að efla innviði sam­fé­lags­ins okk­ar og þá þarf auðvitað að horfa til tekju­öfl­un­ar­inn­ar herra for­seti og það þarf nýja hugs­un í þeim mál­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert