Vill frjálshyggjumenn úr Pírötum

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ég mun bjóða mig fram til að tryggja að þið sem talið um að sniðugt sé fyrir frjálshyggjumenn að ganga í Pírata til að geta tekið yfir kosninga- og stefnumótunarferlin okkar. Ég ætla að bjóða mig fram þó það væri ekki nema til að tryggja að ykkar hugmyndafræði taki ekki yfir Pírata.“

Þetta sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata og fyrrverandi kafteinn flokksins, á Facebook-síðu Frjálshyggjufélagsins í gærkvöldi í umræðum um frjálshyggju, Sjálfstæðisflokkinn og Pírata. Sagði hún umræðuna á spjallþræðinum hafa hjálpað henni að gera upp hug sinn um framboð fyrir Pírata fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Birgitta segist hafa verið hætt við framboð þar til að hún sá umræðuna. Þakkar hún þeim sem tekið hafa þátt í umræðunni fyrir að hjálpa sér að gera endanlega upp hug sinn.

„Það hefur komið fram á þessum þræði að aðalvandamál í huga margra frjálshyggjumanna sem hér tjá sig sé ég. Það eru mikil meðmæli,“ segir Birgitta og ennfremur: „Ég átti frumkvæðið að því að stofna þennan flokk ásamt Smára McCarthy og Jason Katz, það sem þið eruð að fíla við Pírata eru meðal annars hugmyndir ykkar. Af hverju stofnið þið ekki bara frjálshyggjuflokk í staðinn fyrir að reyna að taka yfir Pírata?“ Skrifum sínum lýkur hún á þessum orðum:

„En hey, ég hef eiginlega ekki áhuga á að fá svör frá ykkur, vil bara þakka kærlega fyrir að hafa hjálpað mér að taka ákvörðun, var hætt við að bjóða mig fram þangað til að ég sá þessar umræður og þá vá sem býr í þessum umræðum gagnvart grundvallarbreytingum á flokknum okkar ykkur til handa. Ef framboð mitt verði til þess að þið finnið ykkur annað félag til að taka yfir þá yrði ég verulega ánægð. Enn og aftur takk, þið eruð dúllur.“

Skrif Birgittu eru svar við ummælum Hallgríms Viðars Arnarssonar, sem starfað hefur meðal annars sem kosningastjóri hjá Pírötum, sem lýsir þeirri skoðun sinni að stefna Pírata sé mun nær frjálshyggjunni en stefna Sjálfstæðisflokksins sem hann hafi yfirgefið árið 2011. „Þó viðurkenni ég að innan Pírata er einn mjög stór galli: Birgitta Jónsdóttir. En hún er að mínu mati ekki pírati,“ segir Hallgrímur.

Formaður framkvæmdaráðs Pírata, Erna Ýr Öldudóttir, svarar Birgittu og spyr hana hvers vegna frjálshyggjumenn megi ekki vera í Pírötum eins og aðrir sem finni sig innan flokksins. „Ég er undrandi á þingmanninum að taka félagsmann fyrir opinberlega og endurtekið á þennan hátt. Geturðu útskýrt nánar Birgitta Jónsdóttir hverju það sætir?“ spyr hún en engin svör hafa hins vegar borist við þeim spurningum.

Frétt mbl.is: Illdeilur á hópspjalli Pírata

Skjáskot
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka