Dagný hættir sem skólastjóri

Dagný Annasdóttir hefur nú ákveðið að láta af störfum sem skólastjóri í Melaskóla. Mun uppsögnin taka gildi 1. febrúar. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar til foreldra barna í Melaskóla. 

Frá því í lok nóvember sl. hefur Ellert Borgar Þorvaldsson verið starfandi skólastjóri Melaskóla vegna leyfis Dagnýjar. Í tölvupóstinum kemur fram að Dagný hafi ákveðið að láta af störfum að eigin ósk. Starf skólastjóra Melaskóla mun verða auglýst laust til umsóknar eins fljótt unnt er.

„Á komandi dögum mun starfsfólk SFS vinna náið með starfsfólki skólans að áframhaldandi farsælu skólastarfi,“ segir í póstinum. 

Þar kemur jafnframt fram að fulltrúar skóla- og frístundasviðs átt fund með starfsfólki skólans nú í lok skóladags með stuttum fyrirvara og tókst þannig að funda með megin þorra starfshópsins. Þar var uppsögn Dagnýjar tilkynnt. 

Í síðustu viku var sagt frá því að fjölmargir kennarar Melaskóla hefðu skrifað undir und­ir­skrift­arlista þar sem lýst er yfir van­trausti á störf Dagnýjar sem skóla­stjóra. Dagný fór í lok nóv­em­ber í leyfi. Bekkja­full­trúaráð Mela­skóla sendi frá sér álykt­un þar sem lýst er yfir þung­um áhyggj­um af stöðunni sem er sögð al­var­leg.

Fyrri frétt mbl.is: Uppsagnir kennara blasa við

„Vel­ferð og þarf­ir barna í skól­an­um og gildi Mela­skóla hafa fallið í skugg­ann af ágrein­ingi skóla­stjóra og kenn­ara. Eng­ar lausn­ir eru í sjón­máli held­ur blasa við upp­sagn­ir í hópi kenn­ara og í raun at­gerf­is­flótti ef og þegar nú­ver­andi skóla­stjóri kem­ur aft­ur til starfa úr því leyfi sem hún hef­ur verið í und­an­farn­ar vik­ur,“ sagði í álykt­un­inni.

Var því þá mót­mælt harðlega að „skóla­starfi Mela­skóla sé ógnað á þenn­an hátt og krefst þess að skóla og frí­stunda­svið Reykja­vík­ur skeri án taf­ar á þann hnút sem herðir að skóla­starf­inu.“

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hef­ur verið óánægja með störf Dag­nýj­ar lengi en hún tók við störf­um í skól­an­um árið 2013. Fá­menn­ur hóp­ur starfs­fólks stóð fyr­ir und­ir­skrift­ar­söfn­un í haust þar sem lýst var yfir van­trausti á Dagný sem skóla­stjóra og var sá listi, ásamt rök­stuðningi um hvað það er í sam­skipt­um starfs­fólks við Dag­nýju sem hef­ur valdið vanda­mál­um, send­ur til Skóla- og frí­stunda­sviðs. Voru um þrjá­tíu und­ir­skrift­ir á list­an­um sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert