Landspítalinn ofsetinn þessa dagana vegna mikils álags

Mikið álag er á Landspítalanum um þessar mundir.
Mikið álag er á Landspítalanum um þessar mundir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikið álag hefur verið á starfsfólki Landspítalans undanfarnar vikur og það þótt inflúensan hafi ekki enn gert vart við sig, að sögn Sigríðar Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítalanum.

„Inflúensan er væntanleg og það veldur nokkrum áhyggjum að bóluefnið tekur ekki á algengasta stofni flensunnar sem kemur. Það má því búast við miklum veikindum þegar flensan kemur, bæði hjá sjúklingum og starfsfólki. Sama gerðist í fyrra og við fundum mikið fyrir flensunni þá. Fólk þarf að fara varlega ef það veikist,“ segir Sigríður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Á þessum árstíma er lögð áhersla á að vinna á biðlistum. Auk þess er aukinn þungi vegna veikinda, einkum hjá eldra fólki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert