Lengsta förin til prestsverka

Sonja Magnúsdóttir Sharp ásamt sonum sínum, Damien Magnusi Sharp, til …
Sonja Magnúsdóttir Sharp ásamt sonum sínum, Damien Magnusi Sharp, til vinstri, og Tristan Þorbergi Sharp, sem hafa nú verið fermdir.

Séra Hjálm­ar Jóns­son dóm­kirkjuprest­ur lagði á dög­un­um í lang­ferð alla leiðina til Höfðaborg­ar í Suður-Afr­íku. Meðal verk­efna í ferðinni var að ferma tvo bræður, Damien Magn­us Sharp og Trist­an Þor­berg Sharp. Móðir þeirra er ís­lensk, Sonja Magnús­dótt­ir Sharp, en faðir­inn frá Suður-Afr­íku, Rob Sharp.

Ferm­ing­in fór fram í lúth­ersku kirkj­unni í Höfðaborg sl. sunnu­dag. Eldri bróðir­inn, Damien Magn­us, var skírður í þess­ari kirkju árið 2000 en Trist­an Þor­berg­ur var skírður árið 2002 í Dóm­kirkj­unni í Reykja­vík, af sr. Hjálm­ari.

11.500 km leið

Ferm­ing­ar­mess­an var fjöl­sótt, að sögn Hjálm­ars, en hann hef­ur ekki farið í jafn­langa ferð til prests­verka á sín­um ferli, um 11.500 km leið. Hjálm­ar pre­dikaði í mess­unni og þjónaði ásamt heima­prest­in­um, Walter Schwär, en safnaðarmeðlim­ir eru til jafns hvít­ir á hör­und og svart­ir.

Móðurafi strákanna er Magnús Marteins­son verk­fræðing­ur. Eft­ir nám í Þýskalandi fór hann til starfa í mann­virkja­gerð í Sam­b­íu og síðar Ródes­íu (nú Simba­bve). Þar kynnt­ist hann eig­in­konu sinni, Þor­björgu Möller, sem hafði farið utan til að heim­sækja vina­fólk sitt. Þau eignuðust tvær dæt­ur, Sonju og Helgu Möller (ekki söng­kon­an), en Sonja hef­ur til margra ára dvalið í S-Afr­íku.

Magnús og Þor­björg bjuggu í Afr­íku til árs­ins 1980. Komu þá til Íslands en sneru aft­ur út átta árum síðar, þá til S-Afr­íku. Síðustu árin voru þau í Jó­hann­es­ar­borg en árið 1994 leist þeim ekki á blik­una. Óeirðir voru orðnar mikl­ar milli hvítra og svartra og sneru þau heim að nýju. Þor­björg lést árið 2001, eft­ir nokk­urra ára bar­áttu við krabba­mein, og var jarðsung­in frá Dóm­kirkj­unni.

„Ég kynnt­ist þeim hjón­um mánuðina áður, var með þeim á þeirri veg­ferð og tengd­ist fjöl­skyld­unni vina­bönd­um,“ seg­ir Hjálm­ar um ástæðu þess að hann lagði þetta langa en ánægju­lega ferðalag á sig.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka