Lán sem ríkissjóður tók hjá Hambros-bankanum í London í tíð ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen er nú loks komið á gjalddaga eftir 35 ár.
Lánið var tekið í tveimur hlutum árin 1981 og 1983 og bar um 14,5% vexti án uppsagnarákvæðis.
Lánið, sem fljótlega fékk viðurnefnið „barnalánið“, er á gjalddaga á morgun, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.