Lyktarmatshópi ætlað að meta óþefinn á Skaganum

Laugafiskur hyggst stækka fiskþurrkun sína en jafnframt búa svo um …
Laugafiskur hyggst stækka fiskþurrkun sína en jafnframt búa svo um hnúta að lykt af starfseminni muni hafa lágmarksáhrif á íbúðabyggð.

Bæjarstjórn Akranesbæjar hefur samþykkt að setja deiliskipulagsbreytingar er snúa að nýrri og stærri byggingum fiskþurrkunar Laugafisks í auglýsingu en fyrirtækið er í eigu HB Granda.

Eins og fram hefur komið hefur mikinn óþef lagt af verksmiðjunni og hafa íbúar í nágrenninu kvartað sáran undan honum. Sér í lagi á sumrin. Með þessum nýju byggingum vonast HB Grandi til þess að lítil óþægindi verði af þurrkuninnni og að óþefur minnki umtalsvert.

Þeir sem sett hafa sig á móti byggingunni segja hins vegar að alls óvíst sé að þær tilraunir virki og vilja að verksmiðjunni verði lokað eða að hún verði færð utan íbúðabyggðar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert