Mikilvægar fundargerðir eru týndar

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er alltaf verið að telja okkur trú um að allt hafi farið eðlilega fram við endurreisn bankakerfisins en af hverju þarf þá að slá svakalegri leynd yfir þau gögn, meðal annars mikilvægar fundargerðir, sem liggja til grundvallar?“

Þetta segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar. Gögn frá árinu 2009 um stofnun nýju bankanna eru nú aðgengileg fyrir þingmenn en enga aðra.

Þar vantar þó nokkrar blaðsíður, meðal annars fundargerðir, sem Vigdís er ósátt við. Aðeins einn þingmaður í einu má skoða gögnin. Vigdís segir augljóst að átt hafi verið við gögnin sem sé refsivert og grafalvarlegt. „Ég hef ekki séð frumskjölin en í gögnunum er vísað í ákveðna liði sem er búið að afmá úr gögnum af ákveðinni blaðsíðu.“ Þau voru til árið 2011 þegar Steingrímur J. Sigfússon skilaði skýrslu til þingsins en eru týnd í dag, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert