Sigmundur heldur til Líbanon

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Eggert

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra ferðast í dag til í Líb­anon þar sem hann mun kynna sér aðstæður flótta­manna á svæðinu og starf stofn­ana Sam­einuðu þjóðanna og Rauða kross­ins á svæðinu.

For­sæt­is­ráðherra mun meðal ann­ars heim­sækja Flótta­manna­hjálp SÞ (UN­HCR) og Palestínuflótta­mannaaðstoð SÞ (UN­RWA), sam­ræm­ing­ar­skrif­stofu SÞ (OCHA), skrif­stofu sér­staks sam­ræm­ing­araðila SÞ í Líb­anon (UNSCOL) og funda meðal ann­ars með yf­ir­mönn­um þess­ara stofn­ana á svæðinu. Þá mun for­sæt­is­ráðherra heim­sækja flótta­manna­búðir á veg­um UN­HCR og búðir fyr­ir Palestínuflótta­menn á veg­um UN­RWA.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu.

Fund­ar með for­sæt­is­ráðherra Líb­anon

Þá mun for­sæt­is­ráðherra funda með fram­kvæmda­stjóra Rauða kross­ins í Líb­anon og heim­sækja verk­efnið Heilsu­gæsla á hjól­um sem Íslend­ing­ar hafa styrkt, en verk­efnið veit­ir sýr­lensk­um flótta­mönn­um á svæðinu mik­il­væga grunn­heil­brigðisþjón­ustu.

Í tengsl­um við heim­sókn sína mun for­sæt­is­ráðherra einnig funda með for­sæt­is­ráðherra Líb­anon þar sem rætt verður um sam­skipti og viðskipti ríkj­anna og um meg­in­til­gang far­ar for­sæt­is­ráðherra sem er að kynn­ast aðstæðum flótta­manna í Líb­anon, kynna sér þau áhrif sem átök­in í Sýr­landi og gríðarleg­ur fjöldi flótta­manna þaðan hef­ur haft á líb­anskt sam­fé­lag og afla upp­lýs­inga um hvernig alþjóðleg fram­lög geta best komið að liði.

Þá mun for­sæt­is­ráðherra einnig eiga fundi með for­seta líb­anska þings­ins, full­trú­um Rauða kross­ins á svæðinu.  

Sig­mund­ur sit­ur leiðtoga­fund í London og kynn­ir skyr

Síðar í vik­unni mun for­sæt­is­ráðherra sækja sér­stak­an leiðtoga­fund um mál­efni Sýr­lands í London í boði for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Þýska­lands, Nor­egs og Kúveit. Á fund­in­um verða meðal ann­ars til um­fjöll­un­ar fram­lög ríkja heims til að styðja við flótta­manna­vand­ann í lönd­un­um í kring um Sýr­land, mögu­leik­ar á efna­hags- og at­vinnu­upp­bygg­ingu í Sýr­landi og stuðning­ur við mennt­un inn­an Sýr­lands og meðal flótta­manna í ná­granna­lönd­um þess. For­sæt­is­ráðherra mun á fund­in­um kynna fram­lag Íslands til aðstoðar við flótta­menn í ná­granna­lönd­um Sýr­lands fyr­ir árin 2015-16.

Í tengsl­um við leiðtoga­fund­inn mun for­sæt­is­ráðherra funda með for­sæt­is­ráðherr­um Norður­landa í London um fólks­flutn­inga­vand­ann.

Þá mun for­sæt­is­ráðherra taka þátt í kynn­ingu í Sendi­ráði Íslands í til­efni af markaðssetn­ingu og sölu ís­lensks skyrs í Bretlandi og hitta Íslend­inga bú­setta í London og ná­grenni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka