Skólaus í annarlegu ástandi

Lögregla hafði afskipti af tveimur stúlkum í miðbænum í nótt. Önnur þeirra var sögð vera í annarlegu ástandi, alslaus, skólaus og án yfirhafnar. Hin var sögð ofurölvi og að ekki hafi náðst að aðstoða stúlkuna heim. Þær gistu báðar í fangageymslu á meðan ástand þeirra lagast.

Þá voru höfð afskipti af manni í Austurstræti vegna vörslu fíkniefna um tvö leytið og klukkan 2:15 tilkynnt um innbrot á heimili í austurborginni. Útihurð hafði verið spennt upp og búið að róta í öllu. Ekki er vitað hverju var stolið.

Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt var maður handtekinn á veitingahúsi við Laugaveg grunaður um líkamsárás. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls.

Klukkan 00:13 stöðvaði umferðardeild lögreglu akstur bifreiðar á Klapparstíg en ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Klukkan 00:52 var önnur bifreið stöðvuð, þá á Bústaðavegi. Sá ökumaður var einnig grunaður um akstur bifreiða undir áhrifum fíkniefna. Nokkru síðar, eða rétt rúmlega 3 var bifreið stöðvuð á Vesturgötu en ökumaðurinn var grunaður um ölvun við akstur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert