VG fordæmir dönsku lögin

Flóttamenn í Danmörku. Mynd úr safni.
Flóttamenn í Danmörku. Mynd úr safni. AFP

Ný löggjöf um málefni innflytjenda í Danmörku stríðir gegn þeim almenna anda sáttar, mannréttinda og gestrisni sem hefur einkennt hefur Norðurlöndin í sögulegu ljósi þegar kemur að móttöku flóttamanna sem flýja stríðshrjáð lönd auk þess sem hún samræmist hvorki Flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna né Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í ályktun þingflokks Vinstri grænna.

Löggjöfin hefur mætt andstöðu mannréttindasamtaka víða um heim, sem og Sameinuðu þjóðanna. Í lögunum eru reglur hertar er varða innflytjendur og flóttafólk sem leita hælis í Danmörku, eignaupptöku verðmæta er heimiluð og þrengt að fjölskyldusameiningum.

„Þingflokkur VG tekur undir með þeim sem hafa fordæmt löggjöfina og leggur áherslu á að sambærileg ákvæði rati aldrei í íslenska löggjöf,“ segir í ályktuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert