Íslandsbanki í hendur ríkisins

„Næstu skref eru að afgreiða frumvarp um viðtöku þessara eigna sem liggur í þinginu og hvernig þeim skuli ráðstafað,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, spurður um yfirtöku ríkisins á 95% hlut í Íslandsbanka.

Glitnir hefur nú undirritað samning um að afhenda Seðlabanka Íslands og íslenska ríkinu stöðugleikaframlag slitabúsins. Hluti af stöðugleikaframlaginu er 95% hlutur Glitnis í Íslandsbanka. Fyrir átti ríkið 5% hlut og mun bankinn því verða alfarið í eigu ríkisins.

„Hlutabréfin verða afhent Bankasýslu ríkisins en hún hefur það lögboðna hlutverk að meta næstu skref og við munum eiga samráð við bankasýsluna í því ferli en sem stendur er hún með á dagskrá sölu á 28% hlut í Landsbankanum,“ segir Bjarni meðal annars í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert