Píratar með mest fylgi í tíu mánuði

Helgi Hrafn, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn, þingmaður Pírata. mbl.is/Styrmir Kári

Píratar mælast sem fyrr með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup eða 35,3%. Þetta er tíundi mánuðurinn í röð sem Píratar mælast með mest fylgi samkvæmt fréttavef Ríkisútvarpsins.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,4% fylgi, Framsóknarflokkurinn með 12% fylgi og 10,8% styðja Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. Þá er fylgi Samfylkingarinnar 9,2% og Björt framtíð nýtur stuðnings 3,6% kjósenda. Fylgi ríkisstjórnarinnar er 37,5%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert