Jarðskjálftinn fannst í Hafnarfirði

Mynd sem sýnir staðsetningu skjálftans.
Mynd sem sýnir staðsetningu skjálftans. Ljósmynd/ Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti að stærð 3,9 varð fyrir sunnan Kleifarvatn kl. 19:50 í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Þar segir að skjálftinn hafi fundist vel í Hafnarfirði og víðar á höfuðborgarsvæðinu. 

„Nokkrir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið en þeir eru töluvert minni og ólíklegt að þeir finnist í byggð. Skjálftar eru algengir á þessu svæði. Sólarhringsvakt vegna náttúruvár er á Veðurstofu Íslands.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert