Sakaðar um að gæta ekki hreinlætis

Ekki hafa borist formlegar fyrirspurnir til Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og Akureyrarbæjar …
Ekki hafa borist formlegar fyrirspurnir til Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og Akureyrarbæjar þar sem farið er fram á að sundstaðir séu opnir fyrir annað kynið í senn. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Rax / Ragnar Axelsson

Kon­ur sem aðhyll­ast íslam vilja hylja sig þegar þær sækja sundstaði eða strend­ur þar sem bæði kyn­in eru gera það af virðingu við sig og eig­in­menn sína. Ekki virðist vera mikið um að kon­urn­ar noti svo­kallaðar sund­búrk­ur (e. burk­ini) hér á landi. Umræðan um sund­klæðnað kvenna sem aðhyll­ast íslam hef­ur oft verið nei­kvæð í gegn­um tíðina og eru þær jafn­vel sakaðar um gæta ekki hrein­læt­is.

Þetta seg­ir Nadia Tamimi í sam­tali við mbl.is. Móðir henn­ar er krist­in og faðir henn­ar múslimi og hef­ur Nadia meðal ann­ars haldið er­indi um stöðu múslima hér á landi.

mbl.is ræddi í gær við Matt­hildi Bjarna­dótt­ur, meist­ara­nema í trú­ar­bragðafræði, um fyr­ir­lest­ur henn­ar Geta múslim­ar farið í sund? en þar kom meðal ann­ars fram að hug­mynd­ir um ásætt­an­lega nekt inn­an íslam séu ólík­ar því sem flest­ir eiga að venj­ast á Íslandi og ekki gildi sömu regl­ur fyr­ir karla og kon­ur á þessu sviði. Í Dan­mörku hafa komið upp átök hvað varðar skóla­sund stúlkna sem aðhyll­ast íslam en ekki hef­ur farið mikið fyr­ir slík­um mál­um hér á landi.

Frétt mbl.is: Erfitt að vera fá­klædd­ar í sundi

Ekki hafa borist form­leg­ar fyr­ir­spurn­ir til Reykja­vík­ur­borg­ar, Hafn­ar­fjarðarbæj­ar og Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar þar sem farið er fram á að sundstaðir séu opn­ir fyr­ir annað kynið í senn. Í Sund­höll Hafn­ar­fjarðar var um tíma boðið upp á svo­kölluð kvenna­kvöld tvisvar í viku en lagðist það meðal ann­ars af vegna dræmr­ar aðsókn­ar.

Af virðingu við sjálfa sig og eig­in­menn­ina

Nadia seg­ist ekki þekkja til múslima hér á landi sem kjósi að klæðast sund­búrk­um til að hylja lík­ama sinn hér á landi. Hún hef­ur aft­ur á móti orðið vör við það er­lend­is og nefn­ir sem dæmi strend­ur við Ind­lands­haf þar sem slíkt er al­gengt.

„Mér finnst þetta allt í lagi, þær vilja bara hylja sig af virðingu við sig og sína menn. Mér finnst umræðan í tengsl­um við þetta hafa snú­ist um óhrein­indi en mér finnst það bara mesta bull,“ seg­ir Nadia og bend­ir á að sund­búrk­urn­ar séu gerðar úr sama efni og önn­ur sund­föt.

Hún seg­ir kon­urn­ar yf­ir­leitt fara afsíðis og þrífa sig áður en farið er í sund­föt­in eins og aðrir en kjósi oft klefa þar sem hægt er að loka sig af. Þá seg­ist hún einnig skilja vel ef kon­ur kjósi að að klæðast sund­föt­um líkt og sund­bol­um og bik­in­íum.

Matt­hild­ur benti í sam­tali sínu við mbl.is í gær á að það geti verið erfitt fyr­ir kon­ur sem aðhyll­ast íslam að vera fá­klædd­ar eða í sund­föt­um fyr­ir fram­an ókunn­uga karl­menn. Nadia tek­ur und­ir þetta og seg­ir ákvörðun kvenn­anna, að hylja sig í sund­laug­um eða á baðströnd­um, byggja á því að þar séu karl­menn. 

Held­ur þú að kon­ur sem aðhyll­ast íslam myndu frek­ar nýta sér sund­laug­arn­ar ef þær gætu valið að fara á tíma þar sem aðeins væri opið fyr­ir kon­ur?

„Ég þekki enga sem fer ekki í sund hér á landi, þær eru ekki að láta neitt stoppa sig. Ég þekki held­ur eng­ar sem nota sund­búrk­ur hér á landi,“ seg­ir Nadia.

Sum­ar kjósa að hylja hárið

Steinþór Ein­ars­son, skrif­stofu­stjóri íþrótta- og tóm­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, seg­ir nokkuð um að sund­laug­ar­gest­ir, þó aðallega kon­ur, kjósi að hylja hárið með klút­um eða klæðast sund­bol­um sem ná niður að hnjám.

Boðið er upp á sturt­ur þar sem hægt er að vera afsíðis, með baðhengj­um eða hurðum. Þá er einnig hægt að skipta um föt í lokuðum bún­ings­klefa. Hann seg­ir tölu­vert um að sund­laug­ar­gest­ir nýti sér þessa aðstöðu.

Elín Gísla­dótt­ir, for­stöðukona sund­laug­ar Ak­ur­eyr­ar, seg­ir fátítt að kon­ur komi í sund­búrk­um en þó hafi verið eitt­hvað um það síðustu ár. „Það er bara sjálfsagt, þetta eru þeirra sund­föt og ekk­ert at­huga­vert við það, hingað eru all­ir vel­komn­ir. Það væri gam­an að sjá fleiri sem trú­ar sinna vegna geta ekki verið í sund­bol eða bik­iníi, að þau geti nýtt þessa frá­bæru aðstöðu að fara í sund,“ seg­ir hún.

Aðal­steinn Hrafn­kels­son, for­stöðumaður sundstaða í Hafnar­f­irði, seg­ir að um tíma hafi verið boðið upp á sér­stök kvenna­kvöld í Sund­höll Hafn­ar­fjarðar en þá var laug­in aðeins opin fyr­ir kon­ur tvö kvöld í viku. Þau voru lögð af fyr­ir nokkru síðan og var það meðal ann­ars vegna dræmr­ar aðsókn­ar.

Hann seg­ir ekki al­gengt að sund­laug­ar­gest­ir í Hafnar­f­irði klæðist sund­laug­ar­búrk­um eða öðrum klæðnaði sem hylja meira en hefðbundn­ari sund­föt hér á landi.

Nadia segir ákvörðun kvennanna, að hylja sig í sundlaugum eða …
Nadia seg­ir ákvörðun kvenn­anna, að hylja sig í sund­laug­um eða á baðströnd­um, byggja á því að þar séu karl­menn. Ásdís Ásgeirs­dótt­ir
Kona í sundlaugarbúrku.
Kona í sund­laug­ar­búrku. Wikipedia
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert