Stuðningur við flugvöllinn minnkar

Frá Reykjavíkurflugvelli.
Frá Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/RAX

Tæp 59% þátt­tak­enda í könn­un Maskínu segj­ast frem­ur eða mjög hlynnt­ir því að framtíðarstaðsetn­ing Reykja­vík­ur­flug­vall­ar verði í Vatns­mýri. Stuðning­ur­inn hef­ur minnkað um­tals­vert frá því í síðustu könn­un en þá voru 72% þess­ar­ar skoðunar.

Þrátt fyr­ir þetta hef­ur þeim sem eru and­víg­ir áfram­hald­andi veru flug­vall­ar­ins í Vatns­mýri aðeins fjölgað um fimm pró­sentu­stig frá því að Maskína kannaði viðhorf til þess í sept­em­ber árið 2013. Þá voru þeir 17% en mæl­ast nú 22%.

Aðalmun­ur­inn á könn­un­um er sá að í þeirri fyrri voru 60% mjög hlynnt framtíðarstaðsetn­ingu í Vatns­mýri en nú eru 44% þess sinn­is.

Eins og áður eru íbú­ar lands­byggðar­inn­ar hlynnt­ari nú­ver­andi staðsetn­ingu flug­vall­ar­ins en höfuðborg­ar­bú­ar. Þannig eru 71,% þátt­tak­enda í könn­un­inni sem búa á lands­byggðinni fylgj­andi nú­ver­andi framtíðarstaðsetn­ingu en aðeins 9,7% and­snú­in. Í Reykja­vík er inn­an við helm­ing­ur hlynnt­ur staðsetn­ing­unni eða 47,1% en 36,5% eru á móti. Íbúar annarra sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu eru hlynnt­ar staðsetn­ing­unni í Vatns­mýr­inni. Alls eru 56,6% þeirra hlynnt en 19,6% and­víg.

Kjós­end­ur rík­is­stjórn­ar­flokk­anna eru mun hlynnt­ari nú­ver­andi staðsetn­ingu en stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna. Á meðal Vinstri grænna og Pírata eru hins veg­ar hærra hlut­fall hlynnt­ir en and­víg­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert