Áhættan var öll ríkisins

Rík­is­sjóður bar 39% af þeim vaxta­kostnaði sem féll til við stofn­un Ari­on banka þrátt fyr­ir að ríkið hafi aðeins haldið 13% hlut í bank­an­um í kjöl­far samn­ingaviðræðna við slita­bú Kaupþings.

Á fundi fjár­laga­nefnd­ar í gær lýsti aðstoðarfor­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins kostnaði rík­is­ins um­fram 13% hlut­deild­ina sem tjóni sem fallið hefði á rík­is­sjóð. Hann neitaði því þó að tjónið hefði komið til vegna seina­gangs á vett­vangi FME. Í ný­legu svari fjár­málaráðuneyt­is­ins til Morg­un­blaðsins var ábyrgðinni varpað á FME.

Við mat á þeim eign­um og skuld­um sem flutt­ar voru inn í Ari­on banka við stofn­un hans kom í ljós að Kaupþing skuldaði bank­an­um 38 millj­arða króna. Samn­ing­ar náðust milli stjórn­valda og slita­bús­ins um að skuld­in yrði greidd upp með því að slita­búið fengi 80% virðis­rétt af stærstu út­lán­um Ari­on banka í þeim til­vik­um þar sem þau yrðu færð upp. Slita­búið greiddi því í raun skuld­ir sín­ar við bank­ann með virðis­aukn­ingu af eign­um bank­ans sjálfs. Eng­in ákvæði í þessa veru voru sett í hlut­hafa­sam­komu­lag aðila en það hefði tryggt rík­is­sjóði end­ur­heimt­ur fyrr­nefnds vaxta­kostnaðar, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka