Áhættan var öll ríkisins

Ríkissjóður bar 39% af þeim vaxtakostnaði sem féll til við stofnun Arion banka þrátt fyrir að ríkið hafi aðeins haldið 13% hlut í bankanum í kjölfar samningaviðræðna við slitabú Kaupþings.

Á fundi fjárlaganefndar í gær lýsti aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins kostnaði ríkisins umfram 13% hlutdeildina sem tjóni sem fallið hefði á ríkissjóð. Hann neitaði því þó að tjónið hefði komið til vegna seinagangs á vettvangi FME. Í nýlegu svari fjármálaráðuneytisins til Morgunblaðsins var ábyrgðinni varpað á FME.

Við mat á þeim eignum og skuldum sem fluttar voru inn í Arion banka við stofnun hans kom í ljós að Kaupþing skuldaði bankanum 38 milljarða króna. Samningar náðust milli stjórnvalda og slitabúsins um að skuldin yrði greidd upp með því að slitabúið fengi 80% virðisrétt af stærstu útlánum Arion banka í þeim tilvikum þar sem þau yrðu færð upp. Slitabúið greiddi því í raun skuldir sínar við bankann með virðisaukningu af eignum bankans sjálfs. Engin ákvæði í þessa veru voru sett í hluthafasamkomulag aðila en það hefði tryggt ríkissjóði endurheimtur fyrrnefnds vaxtakostnaðar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert