Morðleikurinn tekinn af dagskrá

Varðskipið Óðinn er hluti af sýningu Sjóminjasafnsins. Framar á myndinni …
Varðskipið Óðinn er hluti af sýningu Sjóminjasafnsins. Framar á myndinni er dráttarbáturinn Magni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Forsvarsmenn Borgarsögusafns Reykjavíkur ákváðu í gærkvöldi að blása af ratleikinn Morð um borð sem vera átti í varðskipinu Óðni við Sjóminjasafnið á Grandagarði á Safnanótt. 

Ástæðan er athugasemdir frá fyrrverandi varðskipsmönnum sem þótti of langt gengið. Þeir vísuðu til voveiflegs atburðar sem gerðist í byrjun árs 1980 þegar vélstjóri á varðskipinu Tý stakk tvo skipsfélaga sína með hníf svo þeir létust af sárum sínum.

Gerandinn varpaði sér fyrir borð eftir verknaðinn og fannst aldrei, að því er fram kemur í upprifjun um hinn vofeiflega atburð í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert