Nú geta Bretar gætt sér á íslensku skyri

Um 150 manns komu saman í sendiráði Íslands í London …
Um 150 manns komu saman í sendiráði Íslands í London í gær til að fagna því að íslenskt skyr mun nú fást í Bretlandi í Waitrose verslununum. Ljósmynd/Simona Susnea

Íslenskt skyr frá MS mun frá og með mánudeginum fást í Bretlandi en af því tilefni var efnt til veislu í sendiráðinu í London. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hélt meðal annars ávarp af því tilefni.

MS hefur náð samkomulagi við Waitrose verslunarkeðjuna í Bretlandi sem rekur um 380 verslanir í landinu. Í upphafi mun íslenska skyrið, sem framleitt er hjá MS Selfossi, verða í boði í um 200 verslunum og kom fram í veislunni að MS hefur góðar væntingar um að það eigi eftir að seljast vel.

Á síðasta ári voru seldar um 100 milljón skyrdósir á vegum MS en heildarverðmæti skyrsölu MS og samstarfsfyrirtækja var um níu milljarðar á síðasta ári. Íslenskt skyr fæst einnig í Sviss og á Norðurlöndunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert