Kópavogur skoðar bílastæðagjald

Theódóra segir að meðal annars hafi komið upp bílastæðavandamál í …
Theódóra segir að meðal annars hafi komið upp bílastæðavandamál í Hamraborg. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bæjarráð Kópavogsbæjar hefur farið bæjarlögmanni að skila inn umsögn um gjaldtöku fyrir bíla í bænum. Farið var yfir málið á síðasta fundi ráðsins, en málið kom upphaflega frá áhugasömum íbúa bæjarins. Theódóra Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs segir hugmyndina athyglisverða og að málið verði skoðað áfram. Hún segist þó ekki sjá fyrir sér stöðumælavæðingu bæjarins, heldur sé helst verið að horfa til þess að koma upp slíku kerfi í Hamraborg.

Theódóra segir að upphaflega hafi Hamraborgarsamtökin komið með þessa hugmynd, en upp hafa komið bílastæðavandamál þar. Eftir bréf íbúans var ákveðið að senda málið áfram til bæjarlögmanns og í framhaldinu verður athugað hvort hagsmunasamtök og íbúar hafi áhuga á þessu.

„Ég sé ekki fyrir mér að settir verði upp stöðumælar við íþróttamannvirki,“ segir Theódóra, en í tillögunni kom slíkt upphaflega fram. Segir hún tækifæri bæjarins meðal annars hafa byggst upp þar sem gott aðgengi væri fyrir bíla og mörg bílastæði í kringum fjölfarna staði eins og Smáralindina og víðar.

Þetta hafi leitt til þess að fyrirtækjum hafi fjölgað mikið í bænum og að þau nefni oft bílastæðamál og aðgengi. Hún segist því ekki eiga von á að miklar breytingar verði gerðar á næstunni. „Ég sé ekki að við förum þá leið almennt að stöðumælavæða Kópavog,“ segir Theódóra. Engir stöðumælar eða gjaldskyld svæði eru í dag í Kópavogi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert