Bílastæðagjöld tvöfaldast við Leifsstöð

Gjaldskrá bílastæða við flugvöllinn mun hækka allt að tvöfalt 1. …
Gjaldskrá bílastæða við flugvöllinn mun hækka allt að tvöfalt 1. apríl.

Bíla­stæðagjöld á Kefla­vík­ur­flug­velli munu hækka um 30 til 117% með breyt­ingu sem tek­ur gildi 1. apríl næst­kom­andi. Mesta breyt­ing­in verður á verði fyr­ir skamm­tíma­stæði, en þau hækka úr 230 krón­um fyr­ir fyrstu klukku­stund­ina upp í 500 krón­ur. Lang­tíma­stæði hækka einnig um­tals­vert. Í frétt á vef Isa­via kem­ur fram að hækk­un­in sé vegna fram­kvæmda við fjölg­un stæða, en á anna­tím­um sé nýt­ing stæða allt að 96%.

Isa­via seg­ir að vegna mik­ill­ar fjölg­un­ar farþega um völl­inn hafi ásókn í bíla­stæði auk­ist mikið. Vegna þess sé nauðsyn­legt að fara í fram­kvæmd­ir og fjölga stæðum, en í dag eru 2.100 við völl­inn. Því sé far­in sú leið að hækka gjöld­in til að geta staðið und­ir kostnaði við stækk­un­ar­fram­kvæmd­ir. Einnig verði tek­in upp gjald­taka á starfs­manna­bíla­stæðum við flug­stöðina. Breyt­ing­arn­ar eru eft­ir­far­andi:

Skamm­tíma­stæði á svæðum P1 og P2:

Verð nú: 230 krón­ur á klukku­stund
Fyrstu 15 mín­út­ur verða gjald­frjáls­ar
Fyrsta klukku­stund verður 500 krón­ur og hækk­ar um 117%.
Hver klukku­stund eft­ir það 750 krón­ur.

Lang­tíma­stæði:

Fyrsta vika úr 950 krón­um í 1.250 krón­ur á sól­ar­hring, eða upp um 32%.
Önnur vika úr 600 krón­um í 950 krón­ur á sól­ar­hring, eða upp um 58%
Þriðja vika úr 400 krón­ur í 800 krón­ur á sól­ar­hring eða upp um 100%.

Fram­kvæmd­ir eru þegar hafn­ar við ný starfs­manna­stæði og munu nú­ver­andi starfs­manna­stæði bæt­ast fljót­lega við nú­ver­andi lang­tíma­stæði. Með þessu mun farþega­stæðum fjölga strax um 300. Seg­ir Isa­via að hækk­un­in sé óhjá­kvæmi­leg til að standa und­ir þess­um breyt­ing­um, en stefna fé­lags­ins er að bíla­stæðin standi und­ir kostnaði sem þarf að ráðast í. Seg­ir að síðast þegar gjald­skránni var breytt hafi verið ákveðið að hún væri í takt í gjald­skrá P1-bíla­stæða í Reykja­vík.

Þrátt fyr­ir hækk­un­ina verður enn mun ódýr­ara að leggja bíl­um á stæðum við Kefla­vík­ur­flug­völl en á helstu alþjóðaflug­völl­um í Evr­ópu. Áfram verða fyrstu 15 mín­út­urn­ar gjald­frjáls­ar í skamm­tíma­stæðum. „Vegna gríðarlegr­ar fjölg­un­ar farþega um­fram þær spár sem lágu fyr­ir við síðustu end­ur­skoðun þarf að flýta fram­kvæmd­um og því reyn­ist ekki mögu­legt að halda þeirri verðstefnu óbreyttri,“ seg­ir í frétt Isa­via.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert