Ný fiskvinnsla í Eyjum

Í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.
Í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. mbl.is/Sigurgeir

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum áformar að byggja nýja uppsjávarfiskvinnslu í Vestmannaeyjum en tækjabúnaður núverandi vinnslu er kominn til ára sinna að sögn Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar.

Kemur nýja vinnslan til með að auka frystiafköst uppsjávarfiskvinnslunnar og vinnslugetu Vinnslustöðvarinnar. Nýja vinnslan verður til að mynda sjálfvirkari en sú sem nú stendur til að endurnýja.

Í Morgunblaðinu í dag segir Sigurgeir Brynjar stefnt að því að framkvæmdum við nýju vinnsluna verði lokið um mánaðamótin júlí/ágúst á þessu ári, en fyrirtækið hefur óskað eftir tilboðum í frystikerfi vinnslunnar með útboði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert