Dyrnar áttu að vera lokaðar

Dyr þyrlunnar sem Sigurður, persóna Þorsteins Bachmanns í þáttunum Ófærð, kastaði sér út um áttu að vera lokaðar. Þetta er ljóst eftir að rétt útgáfa af sjöunda þætti var sýnd á RÚV í gærkvöldi. Miklar vangaveltur höfðu verið uppi á samfélagsmiðlum um hvaða munur væri á útgáfunum tveimur. Dagskrárdeild RÚV hafði greint frá því að um „litla breytingu efnislega“ væri að ræða.
Í gærkvöldi var tilkynnt að vegna mistaka hefði rangur þáttur verið sendur út á sunnudag. Helsta efnislega breytingin sem sjá má er að umræddar dyr á þyrlu, sem flytja átti Sigurð til Reykjavíkur, voru lokaðar í réttu útgáfunni, segir í frétt á vef RÚV.

Á sunnudagskvöld ræddu aðdáendur þáttanna atriðið mikið á samfélagsmiðlum. Mörgum þótti það ótrúverðug atburðarás að þyrla, með grunaðan morðingja innanborðs, tæki á loft með opnar dyr. Í réttri útgáfu þáttarins sést hvernig Sigurður losar belti sitt og opnar dyrnar á þyrlunni.

Röng útgáfa af Ófærð fór í loftið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert