Faðir og tveir sona hans voru í gær dæmdir í 6-12 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir kanabisræktun og vörslu fíkniefna.
Faðirinn er fæddur árið 1972 en báðir sona hans árið 1994. Fjórði maðurinn játaði brot sín í málinu en hann hefur þegar fengið níu mánaða dóm fyrir aðkomu sína að málinu.
Í Morgunblaðinu í dag segir, að málsatvik séu þau að lögreglan hafi við húsleit fundið rúm tvö kíló af marijúana í bílskúr v í Reykjavík þann 25. ágúst árið 2013. Þá fann lögreglan einnig tæplega 12 kíló af niðurskornum kannabisplöntum, um 33 grömm af marijúana og 460 kannabisplöntur í öðru húsi tveimur dögum síðar.